Aukaverk á leit.is

1. júní 2002

Það fer alveg rosalega í taugarnar á mér að þeir hjá leit.is geti ekki sett focus-inn á innsláttarhólfið. Það er jú eini tilgangurinn með síðunni, það heimsækir enginn leit.is til að lesa fréttirnar frá vísi.is, eða hvað? Fyrsta
sem maður þarf að gera þegar síðan er sótt er að færa hægri hendina yfir á músina og smella á hólfið til að geta slegið inn leitarorðið. Bætið þessu onload="leit.qt.focus();" nú við fyrir mig :) .Lokað er fyrir ummæli.