Góð spurning

3. júní 2002

Ég er áskrifandi af mörgum póstlistum. Sumum þeirra hef ég verið áskrifandi að í nokkur ár og alltaf kemur það fyrir öðru hverju að það kemur einhver askvaðandi inn á listann og haga sér á hátt sem myndi í daglegu lífi teljast hreint dónalegur.

Seinasta dæmið var núna um daginn þegar einhver gaur kvartaði mikið inn á Sablotron póstlistanum þá aðallega að menn skyldu fylgja xslt-staðlinum svo vel. Dældi inn c. 10 bréfum sama dag sem öll fengu svar.

Hér er holl lesning áður en menn leggja spurningu fyrir póstlista.Lokað er fyrir ummæli.