Síminn hringir og ég svara. Ung kona er á línunni og liggur eitthvað mikið á.

Kona: „Góðan daginn ég er að hringja frá Tölvuskóla Reykjavíkur að kynna kennsluefni … á Power-Point-formati kannastu eitthvað við þetta?"

Ég: „Ha? Hvað segirðu?"

Kona: „Notastu eitthvað við þetta?"

Ég: „Hvað?"

Kona: „Tölvur, netið og svoleiðis."

Ég: „Jú, en ég hef samt engan áhuga. Takk samt."

Sónn…Lokað er fyrir ummæli.