Titill

4. júní 2002

Ég virðist ekkert gera nema nöldra þessa dagana. Nú ætla ég að nöldra um fólk sem kann ekki að skrifa tölvupóst, þá aðalega sem kunna ekki að setja titil á bréfin. Þegar ég raða tölvupóstinum mínum (sem er grisjaður reglulega) eftir titli bréfana þá er þetta algengustu titlarnir ("RE: …" titlar taldir með):

1. Vefur - 57 stk.

2. Heimasíða / Heimasíða ABC - 34 stk.

3. [titil vantar] - 25 stk.

4. Vestmannsvatn* - 22 stk.

Nú vinn ég við vefinn og því er ekkert óeðlilegt að sjá ákkúrat þessi orð í titlum bréfa til mín. En það sem er óeðlilegt við þetta er að öll þessi bréf eru mestmegnis frá fjórum aðilum. Svo þegar viðkomandi fer að vísa í bréf sem hann hefur sent áður þá þarf ég að þræða mig afturábak í gegnum þau og ath. innihaldið til að finna það rétta.

* Vefur sem ég þurfti að eiga við um daginn.Lokað er fyrir ummæli.