Heimsmynd Bandaríkjamanna

18. júní 2002

Flestar erlendar sjónvarpsfréttastofur hafa einhverskonar stílfærðan atlas bakvið fréttaþulina. Margan kannast líklega við ljósaperuatlasinn í sviðsmynd Larry King. Þegar leiðtogafundur Reagan og Gorbachév var haldinn hér 1986 voru fréttastofurnar fljótar að bæta litla Íslandi inn á þessi kort - en þeim litla depli upp undir Grænlandi hafði oftast bara verið sleppt.

Á vef CNN.com sem snýr að heimsfréttum er einmitt svipað kort (mjög gróft, engin landamæri sýnd, samanklesst, Ameríka færð neðar, Suðurheimsskautslandinu sleppt o.s.frv.). Með því á maður að geta valið sér fréttasvæðið sem maður hefur áhuga á að lesa fréttir frá.

Fyrsti valkosturinn er "Norður Ameríka" - en það sem kemur spánskt fyrir sjónar að þar eru með tekin auk Bandaríkjanna og Kanada, Grænland og Ísland!

Og ekki batnar það við valkost tvö, "Bandaríkin": þá breytist upplýsta svæðið ekkert - Bandaríkjamenn virðast telja sig eiga Kanada, Grænland og Ísland!

ps. ég sendi þeim ábendingu um þetta og fékk staðlað þakkarbréf til baka en ekkert hefur breyst.
pps. síðan ég ritaði þessa færslu hefur ég reglulega sent þeim póst án þess að það hafi nein áhrif.Lokað er fyrir ummæli.