Flestar slettur sem maður hefur ekki heyrt áður skilur maður samt út frá samhenginu. En stundur heyrir maður slettu sem heili manns beinlínis hrasar um, og það tekur smá stund að átta sig á því hvað viðkomandi er að segja.

Á fimmtudaginn var ég að hlusta á viðskiptaþáttinn á útvarpi Sögu. Í viðtali var kona frá verðbréfadeild Búnaðarbanka Íslands. Hún var búinn að koma með nokkrar fjármálaslettur, en heila minn rak í rogastans þegar hún fór að tala um samdrætti í píkunum - og það tók mig nokkrar sekúntur að átta mig á því að hér var á ferðinni enska orðið peak.Lokað er fyrir ummæli.