Heimssýn.is

3. júlí 2002

Eins og má lesa á fréttavef Moggans tókst Ómari R. Valdimarssyni fyrir hönd Ungra Jafnaðarmanna að skrásetja lénið heimssyn.is á undan nýstofnuðum samtökum andstæðum aðild Íslands að ESB sem bera það nafn.


heimssyn.is

Í viðskiptaþættinum á útvarpi Sögu í gær lýsti Ómar því yfir að hann myndi skila Heimssýn léninu. Las hann þar upp tölvupóst sem hann hugðist senda Ísnic. Í honum sagðist hann afsala sér léninu gegnt því að því yrði jafnóðum úthlutað samtökunum. Nokkuð sem Eyþór Arnalds var feginn að heyra enda samtökin byrjuð að auglýsa lénið sem sitt strax í lok seinustu viku.

Þetta er allt skv. reglum Isnic. Við úthlutun er reglan sú að fyrstur kemur fyrstur fær og hægt er að afsala sér rétti á léni með skilyrði um að annar fái það sæki hann um það innan tveggja daga.

Þó í þessu tilviki hefðu samtökin Heimssýn líklega getað kært þessa úthlutun til úrskurðarnefndar Isnic og eflaust fengið lénið með tilheyrandi fyrirhöfn. Þó er ekki alltaf hægt að ganga að því vísu. Til dæmis ef hann Ómar hefði haft aðeins meira fyrir þessu grikk sínum og skráð sinn eigin félagsskap hjá Hagstofunni með nafni sem innihéldi orðið "heimssýn" þá hefði hann líklega geta setið á léninu sem fastast.

Þetta ástand ef svo mætti kalla er einmitt grunnurinn að því að lén geti gengið kaupum og sölum á milli manna. Grunnurinn að því að einhver geti orðið fyrr til að skrá lén og heimta svo greiðslu fyrir það. Nokkuð sem tröllríður .com, .net og .org.

Ég er ekki að halda því fram að svo hafi verið um að ræða hér en þetta virðist sýna fram á að það sé vel framkvæmanlegt. Ómar vildi þó fá greiddan útlagðan kostnað við grikkinn sinn (Hvað ætli það sé? 12þ. kr. skráningargjaldið til Ísnic og kannski kostnaðinn uppsetninguna á hjá Heimsnet, og kannski eitthvað fyrir tímann sinn? Aldrei að vita. :)Ein ummæli við „Heimssýn.is“

  1. Árni Svanur ritaði:

    Hann er búinn að „skila“ þessu núna, a.m.k. er lénið nú skráð á Eyþór Arnalds.