Djúptenging

7. júlí 2002

Það hefur lengi farið í taugarnar á mér að mbl.is tengir aldrei út fyrir sinn eiginn vef. Jafnvel þegar þeir eru að vitna í fréttir af öðrum vefjum og birta þær stundum nánast orðrétt - þá segja þeir aðeins að fréttin sé skv. þessum eða hinum vef. Mér nægir oft ekki þessi stutta frétt og vill lesa meira um efnið og helst skoða heimildina á bakvið fréttinni. En þá bregst mbl.is alveg og er einskonar botngata alveg andstætt eðli Vefsins.

Svo um daginn þegar þeir bönnuðu RSS.molum.is að búa til RSS með fyrirsögnum af vefnum þeirra (sjá færslu í annál Bjarna og opið bréf til Moggans) þá varð ég hissa. Þeir vilja sem sagð ekki að fólk tengi á vefinn þeirra. Alla vega ekki djúptengi (e. deep-link) á undirsíðu hjá þeim - allir lesendur skulu fara í gegnum forsíðuna svo þeir missi örugglega ekki af öllum auglýsingunum þar.

Skv. frétt á vefnum þeirra (varúð djúptenging) þá er þetta það sem er að gerast víða um heim

Málið er ekki einstakt því víða um heim eru málaferli vegna svonefndra djúptengla …. Dómstóllinn í Kaupmannahöfn úrskurðaði að Newsbooster.com væri í beinni samkeppni við dönsku dagblöðin og að djúptenglar rýrðu gildi vefsíðna dagblaðanna í augum auglýsenda. Mótrök Newsbooster.com voru þau að fyrirtækið væri ekki að stela upplýsingum heldur að gera fólki auðveldara að nálgast þær.

Þetta er víst það sem gerist þegar misskilja eðli vefsins og reyna að búa til bjagaða útgáfu af honum sem betur hentar þeim. Ég ætla að vona að mogganum snúst hugur í þessum efnum og geri góðan vef betri.

ps. Annars er ekki hægt að kvarta yfir vísi.is, þar standa menn sig vel og kannski er það nóg.7 ummæli við „Djúptenging“

 1. Árni Svanur ritaði:

  Sammála, annars hefur Mbl aðeins verið að skána með það að tengja út fyrir sig, upp á síðkastið. En þeir tenglar birtast alltaf fyrir neðan fréttina en ekki í textanum sjálfum. Það skortir líka á samkvæmni í þeim, bæði varðandi texta tengsilsins og síðuna sem tengt er í - stundum er tengt í forsíðu vefs en stundum í síðuna sem verið er að fjalla um o.s.frv.

 2. Árni Svanur ritaði:

  Dave Winer minnist á þennan dóm í annálnum sínum. Hann bendir á fánýti þess að fara með svona mál fyrir dóm í ljósi þess að hægt sé koma í veg fyrir svona tengingar með því að setja vefþjóninn þinn rétt upp. Hann gagnrýnir einnig orðið djúptengingar (deep-linking) á grundvelli þess að tenglar eru allir eins: frá einni vefsíðu í aðra (eða frá einum hluta vefsíðu í annan). Ég er sammála honum með það, enda getur

 3. Páll Hilmarsson ritaði:

  Hér: http://www.rolandtanglao.com/ og hér: http://www.netcrucible.com/blog/2002/07/09.html#a212 er fjallað um þetta og segir m.a. annars: Here’s how it works: 1. Publisher gives a URL to a web page 2. Someone else uses the URL to hyperlink to the web page 3. Someone else clicks on the link, and is taken to the web page This is not, as the Wired article implies, a “killer app” of the web, it is the web.  It is the only thing the web does!  The only reason you would assign a

 4. Örvar ritaði:

  Auðvitað er Kobbi búinn að tala djúptengla: Deep Linking is Good Linking. (Fann þennan tengil hjá Salvöru)

 5. Árni Svanur ritaði:

  Það er ágætur pistill um þetta Nublog sem kallast A hyperlink knows no depth

 6. Árni Svanur ritaði:

  Tim Bray kemur inn á þetta umfjöllunarefni í pistlinum “Deep Linking” in the World Wide Web.

 7. Már Örlygsson ritaði:

  Sem aðal höfundur opna bréfsins til Mbl.is, þá finnst mér rétt að benda á að Mbl.is hefur *aldrei* bannað neinum að vísa “djúpt” inn á vefinn sinn - beint á stakar fréttir eða annað.

  Hins vegar voru þeir dáldið skeptískir á RSS skraptólið sem Bjarni smiðaði og gerði fólki kleyft að lesa og birta sjálfvirt fyrirsagnir Mbl.is með á eigin síðum - nokkuð sem Mbl.is hafði hingað til viljað rukka fyrir.

  Hins vegar er það greinilegt að rætur Mbl.is liggja djúpt í heimi hefðbundinna fjölmiðla og pappírsútgáfu. Ritstjóri Mbl.is segir sjálfur að honum finnist óaðlaðandi og truflandi að hafa tengla “inline” í meginmáli fréttanna, auk þess sem honum virðist finnast það ekki í verkahring moggans að senda fólk á aðra vefi. Að sama skapi grunar mig að stjórnendur Mbl.is hafi enn ekki séð gildi þess að fólk linki inn á vefinn þeirra.

  Fyrir okkur nethausana hljómar svona hugsunarháttur kannski svolítið skringilega… Tíminn og hin ósýnilega hönd menningarinnar munu leiða hið “rétta” í l