Ég var að taka eftir því að á leit.is þá vinsa þeir ekki út algeng orð úr leitarstrengnum. Nokkuð sem er sjálfgefinn hluti af öllum leitarkerfum, stórum sem smáum. T.d. ef maður leitar að znörtj og ðljúgg þá er útkoman:

Niðurstöður fyrir: znörtj og ðljúgg

Síður fundust: og (478683)

Þ.e.a.s. hún finnur nærri hálfa milljón síða sem innihalda orðið og. Sama á við öllu önnur algeng smáorð sem ég prófaði.


Galinn við þetta er að í alvöru leit t.d. Grýla og Leppalúði þá er þetta að hækka hittnina á síðum þar sem orðið og er algengt (líklegast síðum sem innihalda meiri texta). Auk þess eru fundnar síður alltaf miklu fleiri en þær ættu að vera - sá sem hefur áhuga á síðum um Grýlu og Leppalúða hefur ekki áhuga á þessum circa 479 þ. síðum sem innihalda orðið og en hvorki orðin GrýluLeppalúða. Reyndar eru mest birtar 500 niðurstöður - svo í þessu dæmi þá myndu kannski fylgja 100 og síður.

Reyndar ættu orðin og og eða að hafa sérstöðu því sumir notendur leit.is kynnu að vilja leita að síðum sem innuhéldu bæði orðin maður og kona eða síður sem innuhéldu annaðhvort en ekki bæði orðin maður eða kona en ekki virðist vera gert ráð fyrir því.Lokað er fyrir ummæli.