MacWorldBíó

18. júlí 2002

Við Árni laumuðum okkur (í þeim skilningi að við erum ekki makka notendur) á beinu útsendinguna frá MacWorld í Háskólabíó í dag.

Skv. Apple búðinni á íslandi þá þýðir Mac OS X stýrikerfið að íslendingar munu verða alveg lausir við vandræði vegna íslensku stafanna „eftir tvö ár" og að tölvan mun ekki „frjósa jafn oft".

Skv. Steve Jobs þá ætla þeir að koma með uppfærslur fyrir hin ýmsu forrit í haust og koma með nokkur ný smáforrit. Einhverskonar WebServices/RPC verður innlimað inn í Skerlák. Deisjavú er einskonar þráðlaust plug & play sem lofar góðu (vakti samt margar spurningar um öryggi hjá mér). Nýr iPod kemur kemur einnig bráðlega - hann mun geta geymt tvöfalt fleiri lög (eða samtals 4000). iMac Tölvan verður fáanleg með 17″ skjá….

Semsagt ekkert sérstakt, ég bjóst við meiru eftir að hafa heyrt um þessar samkomur. Forstjóri Sony Ericsson var skemmtiatriði út af fyrir sig (Bluetooth). Þetta var samt ágætt - takk fyrir samlokurnar og pepsíið.5 ummæli við „MacWorldBíó“

 1. Örvar ritaði:

  Ég varð reyndar dáldið smeykur þegar Steve Jobs var að sýna Mail forritið. Enda er ég nýlega búinn að sjá The Pirates of Silicon Valley. Fyrst fraus tölvan og svo virkaði forritið ekki sem skildi á varatölvunni. Ég átti hálfpartinn von á því að hann tæki smá reiðiskast :) .

 2. Árni Svanur ritaði:

  Mér þótti þetta með OS X (lesist „tíu“) afar áhugavert, en ef til vill var strákurinn sem kynnti þetta ekki nógu skýr - ég á bágt með að trúa því að það sé ekki stuðningur við íslenska stafi í kerfinu (þ.e. að þú getir ekki skrifað þá), en þannig hljómaði þetta hjá honum.

 3. Árni Svanur ritaði:

  ps. Þráðlausa kerfið heitir víst Rondeivú.

 4. Örvar ritaði:

  Varðandi ísl. stafina þá virka þeir náttúrulega (enda eru þeir að nota BSD/unicode). Það sem hann átti við að eftir 2 ár ættu ísl. stafa vandræði að heyra sögunni til vegna þess að þá væri enginn lengur að reyna að keyra gömul pre-X forrit (án sérstuðnings við ísl.) á X-inu.

 5. Árni Svanur ritaði:

  Það er athyglisvert að web-services virknin sem hefur nú ratað inn í Skerlák virðist fyrst hafa birst í forriti sem heitir Watson og var hugsað sem e.k. viðhengi á Skerlák.