Rusl á vefnum

31. júlí 2002

Tvisvar á stuttum tíma hef ég slysast inn á ákveðna síðu út frá leit á leit.is.* Síðan ber yfirskriftina „Trúarbrögð á Netinu" og er tenglasafn, undir síðuna skrifar Ösp Viggósdóttir.
Þar hefur Ösp eftirfarandi að segja um vef Þjóðkirkjunnar:

Viðamikill vefur (enn í vinnslu) um uppbyggingu og starfsemi Þjóðkirkjunnar. Viðhald virðist ekki markvisst.
[leturbreyting er mín]


Þar sem ég hef komið að vinnslu umrædds vefs þá skyldi ég ekki þennan dóm fyrst þegar ég las hann. Þar til ég rak augun í „uppfært 29. september 1999". Ummælin eiga sam sagt betur við síðuna sjálfa.

Þetta er gott dæmi um rusl sem farið er að safnast saman á netinu og enginn virðist bera ábyrgð á að hreinsa. Upplýsingarnar sem síðan gefur eru úreltar og flestir tenglana á henni hafa rotnað.

Síðan (og líklega Haraldur.is) er afrakstur netnámskeiðs fyrir verðandi bókasafnsfræðinga við Háskólann. Ef til vill má ætla að afskipti Aspar af netinu hafi ekki orðið meiri, þó lofar hún að Haraldur opni á þessari öld. En ef ekki þá má hún gjarnan eyða þessum síðum sem eru bara að þvælast fyrir.


* Leitarstrengirnir voru „þjóðkirkjan" og „íslenskir vefir"2 ummæli við „Rusl á vefnum“

  1. Carlos ritaði:

    Greinilegt að kvartið hefur borið árangur, síðan er ekki lengur á netinu …

  2. Örvar ritaði:

    Flott, takk Ösp og gangi þér vel með Harald.is. Nú er bara að bíða að afritin hverfi út af leitarvélunum, sbr. þetta á Google.