Villtar á Heklu

23. ágúst 2002

Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég heyrði í fréttunum í gær um konurnar sem höfðu villst í hlíðum Heklu og óskuðu eftir aðstoð. En í raun ætti að hrósa þeim fyrir að kalla á hjálp áður en þær lentu í raunverulegum vandræðum. Þær eru fundnar núna.2 ummæli við „Villtar á Heklu“

  1. Carlos ritaði:

    Það er s.s. ekkert voðalega erfitt að týnast í hlíðum Heklu. Það eina sem þarf til þess er að hafa ekki rétta kompássstefnu þegar þokan skellur á. Hekla er rigningarsækin, þannig að oft er þoka. Svo er það hraunið, blessað, hver hrúga er eins og varða. Nei, ég skil þær vel að týnast. En þær heppnar að hafa týnst á stað þar sem er gsm samband. Eða voru þær með nmt og sendirinn í lagi?

  2. Árni Svanur ritaði:

    Ég var einu sinni á Heklu þegar gömul hjón villtust þar. Þau höfðu verið á leið upp fjallið með hópi fólks, en þurftu að snúa við og týndust á leiðinni niður. Það var ónotaleg tilfinning að vita af þeim þarna einhvers staðar í auðninni en að sama skapi notalegt þegar þau fundust (þá voru björgunarsveitir komnar af stað).