Sniðganga ísraelska vöru

12. september 2002

Stuðningsfélög Palestínu á Norðurlöndum hvetja til þess að menn sniðgangi ísraelska vöru frá og með 14. sept. (sjá frétt á moggavefnum).

Ég verð að játa að þegar ég las þetta þá kom mér bara til hugar ein vara (Jaffa-appelsínur) sem ættuð væri frá Ísrael. Svo ég fór á netið og fann þennan lista.

En samt sem áður þá sýnist mér ég hafa ómeðvitað verið að sniðganga ísraelska vöru allt frá fæðingu. Ef einhver getur bent mér á vöru frá Ísrael sem ég gæti hafa keypt í búð hér á Íslandi þá má hann gjarnan setja hana í athugasemd hér fyrir neðan. Hinsvegar er mikið um að erlend stórfyrirtæki, þá helst Bandarísk, séu með hluta af framleiðslu sinni í Ísrael.

En svo mundi ég eftir einu, PHP kemur frá fyrirtækinu Zend í Ísrael. Ég gæti ómögulega hætt að nota það. Eða telst opinn og ókeypis hugbúnaður kannski ekki með? Hver væri tilgangurinn með því að sniðganga hann?2 ummæli við „Sniðganga ísraelska vöru“

  1. Árni Svanur ritaði:

    Það er varla mikið gagn að því að sniðganga ókeypis hugbúnað - ég get ekki ímyndað mér að Zend hafi mikið að segja um málefni Ísraels eða geti beitt stjórnvöld þar miklum þrýstingi.

  2. Carlos ritaði:

    Ég ætla að sniðganga Astronautics, sem býr til ýmsan búnað og vopn í þotur og þyrlur! En að allri gamni slepptri, þótt við verslum e.t.v. ekki mikið við Ísrael og almenningur kannski bara safa, vínföng, þurrkaða ávexti og eitthvað annað smálegt, gerir það gagn! Það er sýnileg aðgerð, sem segir við ísraelskan almenning að ekki sé allt í lagi í Danaveldi, afsakið, fyrirheitna landinu.