Annálakerfi í smíðum

28. maí 2002

Þetta er nýtt annálakerfi (e. blogger) hér á vefnum smíðað af your's truly. Á að vísu eftir að bæta við "scripting" fyrir skapalónin (kann bara að prenta breytur eins og er, - vantar allavega skilyrðingu), skrifa umsjónarmódúlinn og eflaust laga einhverja hnökra (td. að losna við áfram… þegar það er ekkert meira :) .

XML-RPC fyrir PHP

27. maí 2002

Userland (usefulinc) eru með mjög skemmtilegan og einfaldan xml-rpc klasa fyrir PHP. Þeir kappar eru enda höfundarnir að staðlinum. Fjallað er um þennan klasa auk annars í bókinni "Programming Web Services with XML-RPC" eftir Simon St. Laurent og fleiri (bókinni sem ég var einmitt að panta á amazon í kvöld).

http://www.xml-rpc.org/