Flestar slettur sem maður hefur ekki heyrt áður skilur maður samt út frá samhenginu. En stundur heyrir maður slettu sem heili manns beinlínis hrasar um, og það tekur smá stund að átta sig á því hvað viðkomandi er að segja.
Lesa restina af færslunni »

Heimsmynd Bandaríkjamanna

18. júní 2002

Flestar erlendar sjónvarpsfréttastofur hafa einhverskonar stílfærðan atlas bakvið fréttaþulina. Margan kannast líklega við ljósaperuatlasinn í sviðsmynd Larry King. Þegar leiðtogafundur Reagan og Gorbachév var haldinn hér 1986 voru fréttastofurnar fljótar að bæta litla Íslandi inn á þessi kort - en þeim litla depli upp undir Grænlandi hafði oftast bara verið sleppt. Lesa restina af færslunni »

Ég var að henda upp síðu fyrir 17du germönsku setningarfræðiráðstefnunni (e. Comparative Germanic Syntax Workshop) sem verður haldin hér á landi 9. og 10. ágúst. Þegar nær dregur þá verða upplýsingarnar ýtarlegri og við bætast útdrættir af fyrirhuguðum fyrirlestrum. Lesa restina af færslunni »

Sjálfsögð mannréttindi

12. júní 2002

Oft hefur mér blöskrað hvað fólk sem býr í hinum vestræna heimi vill kalla mannréttindi. Og nú eru það víst mannréttindi að fá að koma til Íslands. Kvöldfréttirnar voru fullar af fólki sem hélt því fram að íslensk stjórnvöld væru að brjóta mannréttindi falún-gongista með því að meina þeim um aðgang að landinu.

ps. Svo virðast allir hafa gleymt félögum í öðrum samtökum sem meinað var að heimsækja hérlenda vini sína í Grindavík fyrr á árinu.

http://www.islandia.is/bo/mannrettindi/

Titill

4. júní 2002

Ég virðist ekkert gera nema nöldra þessa dagana. Nú ætla ég að nöldra um fólk sem kann ekki að skrifa tölvupóst, þá aðalega sem kunna ekki að setja titil á bréfin. Þegar ég raða tölvupóstinum mínum (sem er grisjaður reglulega) eftir titli bréfana þá er þetta algengustu titlarnir ("RE: …" titlar taldir með):
Lesa restina af færslunni »

Síminn hringir og ég svara. Ung kona er á línunni og liggur eitthvað mikið á.

Kona: „Góðan daginn ég er að hringja frá Tölvuskóla Reykjavíkur að kynna kennsluefni … á Power-Point-formati kannastu eitthvað við þetta?"

Ég: „Ha? Hvað segirðu?"

Kona: „Notastu eitthvað við þetta?"

Ég: „Hvað?"

Kona: „Tölvur, netið og svoleiðis."

Ég: „Jú, en ég hef samt engan áhuga. Takk samt."

Sónn…

Góð spurning

3. júní 2002

Ég er áskrifandi af mörgum póstlistum. Sumum þeirra hef ég verið áskrifandi að í nokkur ár og alltaf kemur það fyrir öðru hverju að það kemur einhver askvaðandi inn á listann og haga sér á hátt sem myndi í daglegu lífi teljast hreint dónalegur.
Lesa restina af færslunni »

Ritilsvísir

2. júní 2002

Jæja, þá er vísir að ritli fyrir annálana kominn á koppinn. Getur ritað nýjar færslur og breytt gömlum.
Lesa restina af færslunni »

Aukaverk á leit.is

1. júní 2002

Það fer alveg rosalega í taugarnar á mér að þeir hjá leit.is geti ekki sett focus-inn á innsláttarhólfið. Það er jú eini tilgangurinn með síðunni, það heimsækir enginn leit.is til að lesa fréttirnar frá vísi.is, eða hvað? Fyrsta
sem maður þarf að gera þegar síðan er sótt er að færa hægri hendina yfir á músina og smella á hólfið til að geta slegið inn leitarorðið. Bætið þessu onload="leit.qt.focus();" nú við fyrir mig :) .