Stóra Klaka-Betlið

31. júlí 2002

Styðjið nú Bjarna til að viðhalda klaka.net og molum.is.

Verst hvað ég er blankur þessa dagana :(

Ég er einmitt sjálfur með hugmynd að vef/vefþjónustu sem mig dauðlangar að útfæra. Gallin er bara sá að í henni felast engir tekjumöguleikar (eins og flestu sem viðkemur vefnum) og ef ég læt verða af þessu þá yrði allur kostnaður borgaður úr mínum eigin vasa. Ef þessi söfnun heppnast vel hjá Bjarna þá gæti slíkt komið til greina eða notast við einhverja þjónustu álíka PayPal.

Rusl á vefnum

31. júlí 2002

Tvisvar á stuttum tíma hef ég slysast inn á ákveðna síðu út frá leit á leit.is.* Síðan ber yfirskriftina „Trúarbrögð á Netinu" og er tenglasafn, undir síðuna skrifar Ösp Viggósdóttir.
Þar hefur Ösp eftirfarandi að segja um vef Þjóðkirkjunnar:

Viðamikill vefur (enn í vinnslu) um uppbyggingu og starfsemi Þjóðkirkjunnar. Viðhald virðist ekki markvisst.
[leturbreyting er mín]

Lesa restina af færslunni »

MacWorldBíó

18. júlí 2002

Við Árni laumuðum okkur (í þeim skilningi að við erum ekki makka notendur) á beinu útsendinguna frá MacWorld í Háskólabíó í dag.
Lesa restina af færslunni »

Ég var að taka eftir því að á leit.is þá vinsa þeir ekki út algeng orð úr leitarstrengnum. Nokkuð sem er sjálfgefinn hluti af öllum leitarkerfum, stórum sem smáum. T.d. ef maður leitar að znörtj og ðljúgg þá er útkoman:

Niðurstöður fyrir: znörtj og ðljúgg

Síður fundust: og (478683)

Þ.e.a.s. hún finnur nærri hálfa milljón síða sem innihalda orðið og. Sama á við öllu önnur algeng smáorð sem ég prófaði.

Lesa restina af færslunni »

HUMBLE ASSISTANCE

13. júlí 2002

Þetta hlýtur að vera met. Ég er búinn að fá 3 Nígeríubréf og það bara í dag. Sonur hvíts bónda, sonur fyrrverandi forseta og yfirmaður olíufyrirtækis vilja allir fá lánaðan bankareikninginn minn og í staðinn fæ ég tugi milljóna.

Kannski fellur þetta um sjálft sig með þessum hætti. Það getur enginn verið nógu vitlaus að trúa þessu þegar mennn eru farnir á fá nokkur svona bréf á mánuði.

ps. grein á Wired þar sem einn fyrrum svikahrappur játar syndir sína.

Djúptenging

7. júlí 2002

Það hefur lengi farið í taugarnar á mér að mbl.is tengir aldrei út fyrir sinn eiginn vef. Jafnvel þegar þeir eru að vitna í fréttir af öðrum vefjum og birta þær stundum nánast orðrétt - þá segja þeir aðeins að fréttin sé skv. þessum eða hinum vef. Mér nægir oft ekki þessi stutta frétt og vill lesa meira um efnið og helst skoða heimildina á bakvið fréttinni. En þá bregst mbl.is alveg og er einskonar botngata alveg andstætt eðli Vefsins.
Lesa restina af færslunni »

Athugasemdir

4. júlí 2002

Jæja, annálakerfið heldur áfram að þróast. Núna er ég búinn að bæta við athugasemdum. Notendur geta ráðið við hvaða færslur í annálunum athugasemdir eru leyfðar. Lesa restina af færslunni »

Heimssýn.is

3. júlí 2002

Eins og má lesa á fréttavef Moggans tókst Ómari R. Valdimarssyni fyrir hönd Ungra Jafnaðarmanna að skrásetja lénið heimssyn.is á undan nýstofnuðum samtökum andstæðum aðild Íslands að ESB sem bera það nafn.
Lesa restina af færslunni »

Næsta skref er svo að fá virðisaukaskatt á bækur algerlega afnuminn (og vsk af ýmsu öðru einnig :) .

http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2010141&e342RecordID=31012&e342DataStoreID=2213589