Palli einn í heiminum

28. ágúst 2002

Cantat3 er bilaður og mér líður eins og Palla sem var einn í heiminum (þ.e.a.s. eftir að hann var búinn að fá nóg af því að leika sér). Það eru ekki svo margir innlendir vefir til að leika sér á.

Maður er farinn að líta á nettenginguna sem sjálfsagðan hlut eins og vatn og rafmagn.

Robotcop

27. ágúst 2002

Robotcop er apache módúll til að nappa og banna óþekkar köngulær. Meira segja hægt að skemma fyrir köngulóm sem safna netföngum með því að fylla þær af röngum netföngum. Bráðsniðugt, ég ætla að prófa þetta næst þegar ég fer í að uppfæra.

Árásin á USS Liberty

24. ágúst 2002

Í bókinni Body of Secrets eftir James Bamford las ég frásögn af því þegar Ísraelar réðust á bandarískt njósnaskip í sex daga stríðinu í þeim einbeitta tilgangi að sökkva því og drepa alla um borð. Ástæðan virðist vera sú að þeir voru töldu að áhöfnin væri að fylgjast með fjöldamorðum þeirra á arabískum stríðsföngum á nálægum bæ. Margt við þennan atburð vekur furðu manns og mér fannst hreint ótrúlegt að ég skyldi aldrei hafa heyrt um þetta áður.

Lesefni: Attack on the USS Liberty eftir John F. Bourne Ph.D., og einnig hér og
hér. Annars er nóg að finna um þetta í gegnum Google.

Keikó orðinn villtur

24. ágúst 2002

Tilgangurinn með öllu veseninu í kringum Keikó greyið var að gera hann villtan á ný. En nú virðast þeir sem störfuðu með honum seinustu ár halda að hann sé leiðarvilltur og vilja helst fanga hann aftur og gefa honum að borða (frétt í The Seattle Times). Líkur eru á því að maður heyri í fréttinunum eftir nokkra mánuði þegar hræið hans hefur rekið á land. Enda ekki forsvaranlegt eða eyða fleiri milljónum í að reyna gera hann villtan.

Villtar á Heklu

23. ágúst 2002

Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég heyrði í fréttunum í gær um konurnar sem höfðu villst í hlíðum Heklu og óskuðu eftir aðstoð. En í raun ætti að hrósa þeim fyrir að kalla á hjálp áður en þær lentu í raunverulegum vandræðum. Þær eru fundnar núna.

Er Netið í góðu skapi?

17. ágúst 2002

Imood.com býður upp á þjónustu þar sem fólk getur gefið til kynna í hvernig skapi það er á heimsíðunni sinni. Svo skilst mér að þeir reikni út meðaltalið og finni þannig út í hvernig skapi Netið er í heild.

Það er nú gott að vita að Netið sé í góðu skapi: The current mood of the Internet at www.imood.com

„Burtubein rammu“

7. ágúst 2002

Ég er ekki nógu sleipur í gúglíslenskunni en ég held þetta eigi að vera „Burt með rammann" - sjá á Google Myndaleit („Nothæfasta [sic] leitarkefi fyrir myndir á vefnum"). Eitt verður að segjast að gúglíslenska er ekki mjög þjált mál.

Gilt XML

6. ágúst 2002

Xml er tiltölulega einfalt og hentugt skráarsnið. Ég veit að sá sem hefur þurft að skrifa þáttara fyrir flóknari skrársnið svo sem eitthvað úr smiðjum Microsoft (sérstaklega þegar nokkrar útgáfur eru komnar inn í myndina) er algerlega sammála mér í því. Jafnvel tiltölulega einfalt skráarsnið eins og RTF (Rich Text Files/Format) getur verið ágætis höfuðverkur.

Samt eru menn að klúðra einföldum xml-skjölum eins og rss og opml Lesa restina af færslunni »