Hugað að jólum

29. október 2002

Þó maður geti fussað yfir því hversu Ikea er snemma með jólaskreytingarnar þá er þetta kannski ekki svo galið. Er ekki ágætt að komast í smá forjólaskap - skárra en að hleypa þunglyndinu inn í skammdeginu og meiri kulda.

Við fjölskyldan skruppum í Kringluna í gær. Þar er einnig eitthvað komið af jólaskreytingum. Keyptum fyrstu jólagjöfina auk þess að kaupa nýjar rafhlöður í alla reykskynjara heimilisins. Erum við því byrjuð að huga að jólum.

Besti einstaklingsvefurinn?

24. október 2002

Hvernig getur prufuvefur fyrir vefumsjónarkerfi (frettir.is) sem ekki hefur verið uppfærður í einn og hálfan mánuð verið útnefndur og svo kosinn besti einstaklingsvefurinn? Þeir segjast hafa fengið 150-200 tilnefningar í hverjum flokki. Mér er ómögulegt að skilja þetta.

Lesa restina af færslunni »

Hobbitar í Rússlandi

16. október 2002

Nú er að ljúka fyrsta manntali í Rússlandi sem framkvæmt hefur verið síðan Sovétríkin voru og heitu. Nú var brugðið á þá nýbreytni að menn voru beðnir að segja til um þjóðerni sitt skv. sínum eigin hug. Í ljós kom óvenjulegur fjöldi álfa og hobbita býr víst í Rússlandi.

Sev Trek

16. október 2002

http://cartoons.sev.com.au/index.php?catid=4

Ég tel mig vera búinn að finna ruslpóstsíu sem virkar. Rakst á tilvísun á Cloudmark Spamnet plugin fyrir Outlook 2000/XP á annálinum hans Evhead (en hann rakst á það í umfjöllun á Wired). Hérna eru svo leiðbeiningarnar fyrir Spamnet.

Lesa restina af færslunni »

05 tölva

14. október 2002

Um helgina tók ég gamla linux boxið mitt í gegn. Það var komið eitthvað aukahljóð í viftuna í straumbreytinum og svo þurfti ég einnig að skipta út ákveðnum hlutum. Viðgerðin á staumbreytinum tók enga stund, öllu lengur var ég hreinsa mest allt rykið innan úr tölvunni (og nei það má ekki bara nota ryksuguna). En það sem tók lengstan tíma og var algerlega óþarft var breytingin í led-ljósunum framan á kassanum.

Lesa restina af færslunni »

RSS vs. XML

12. október 2002

Rss-skrár eiga að vera á xml-formi. Þær líta allavega út fyrir að vera xml. Þegar Dave Winer lagði grunninn að staðlinum þá var hann án efa með xml í huga (reyndar líklega sgml). En raunin er að tveir þriðju af rss-inu sem maður rekst á eru ekki gilt xml (óskilgreind entities, html-mörk inni í description o.s.frv.). Eins og kemur fram á Dive into Mark þá lesa fæstir staðalinn heldur skoða bara rss-skjal og búa til eins. Ég hef meira að segja rekist á rss þar sem viðkomandi hafði klippt-&-klístrað úr IE og þannig að í hausnum var <!DOCTYPE rss (View Source for full doctype…)> og svo voru mínus merki fyrir framan öll mörk.

Lesa restina af færslunni »

Efnaumsýslulausnir

10. október 2002

Illa heppnað nýyrði á moggavefnum: efnaumslýslulausn og efnaumsýslukerfi fyrir það sem á ensku kallast content management system.

Blogg í Kastljósinu

10. október 2002

Blogg eða annálaritun (eins og okkar er tamt að kalla fyrirbærið á þessum vef) var umræðuefni Kastljóssins í gær. Sjálfur missti ég af því en út frá því sem ég hef lesið á annálum annarra var umræðan ekki upp á marga fiska. Þó átti bloggheimurinn góða fulltrúa í Salvöru og Stefáni. Áhugaverðar spurningar svo sem hvað nefna skal fyrirbærið og hvað teljist annáll poppuðu þó upp.

Lesa restina af færslunni »

Ég tók eftir því að Helgi Hóseasson var kominn með nýtt kröfuspjald í dag. Þar sem hann stendur reglulega á horni Langholtsvegar og Holtavegar, þá les ég reglulega spjöldin hans (ég bý í Vogahverfinu). Maður tekur því eftir þegar hann birtir eitthvað nýtt.

Ríkisstjórnin rög og hvinn
rétt af mér vill herja.
Bandarískan blóðhund sinn
býðst hún til að verja.

Lesa restina af færslunni »