Þrjár leitarvélar

30. nóvember 2002

Ég rakst á þrjár ágætis leitarvélar (Teoma.com, WiseNut.com og Vivísimo.com) í kvöld sem ég hafði ekki aldrei séð áður. Það fyndna var að þær hins vegar höfðu allar „séð" mig áður.

Hvað talarðu mörg tungumál?

26. nóvember 2002

Jæja, svo þú ert að læra málvísindi. Hvað kanntu mörg tungumál?"

Ég hef oft verið spurður þessa og geri ráð fyrir því að það eigi við um flesta leggja stund á málvísindi.

Lesa restina af færslunni »

An Icelandic Primer

26. nóvember 2002

An Icelandic Primer; with Grammar, Notes and Glossary. Henry Sweet M.A. Oxford (1895).

Sagnbeyging á Verbix.com

25. nóvember 2002

Verbix.com býður upp á sagnbeygingu á vefnum auk windowsforrits sem gerir það sama. Fullt af tungumálum, jafnt dauðum sem lifandi: íslenska, gotneska, akkadíska, fornenska, norn, afríkans, baskneska, koptíska, úrdú … Mér var ómögulegt að bregða fæti fyrir kerfið og fá fram ranga beygingu fyrir íslenskuna.

Á fimmtudaginn (28. nóv.) verður haldið málþing um tungumál og atvinnulífið, Hugbúnaðarþýðingar á Íslandi í Norræna húsinu, kl. 11.30-14.30.

ACL Anthology - A Digital Archive of Reasearch Papers in Computational Linguistics hefur að geyma þúsundir greina um tölvunarmálfræði (á pdf-sniði). Allar greinar úr ACL Journal, alla fyrirlestra frá þingum og málstofum ACL og aragrúa af öðrum greinum.

Segway til sölu á Amazon

18. nóvember 2002

Amazon er farið að bjóða Segway til sölu. Með 500 dala útborgun og 4500 dala lokagreiðslu í mars 2003 (án skatta og flutningsgjalda) getur þú orðið fyrsti eigandi Segway Human Transporter á Íslandi. Þú þarf þó að sækja hann sjálfur til Bandaríkjanna.

Nýsmíði? ?tölvukeri

18. nóvember 2002

Í fyrirsögn á mogganefnum rakst ég á orð sem ég hefi ekki séð áður: tölvukerar eða þá tölvukeri í eintölu. Spurning er hvort þetta orð sé nýsmíð þá sambærileg fagurkeri, sælkeri og gjaldkeri (skylt kjósa) eða hvort um sé að ræða prentvillu út frá hakkerar en viðkomandi frétt er einmitt um slíka tölvuþrjóta.

Heimspekingurinn Donald Davidson flytur lestur sem hann nefnir "What is Special about Language and Language-Related Thought?" í hátiðasal Háskólans á morgun (10. nóv.) kl. 16.00.

Sjá frétt á Heimspekivefnum, svo og greinar eftir/um Davidson sem settar hafa verið inn í tilefni heimsóknar hans til landsins.

Orðaheimur

5. nóvember 2002

Jón Hilmar Jónsson orðabókarritstjóri verður með kynningu á hugtakaorðabók sinni Orðaheim í boði Íslenska málfræðifélagsins næstkomandi fimmtudag (7. nóv.) kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði.

Sjá einnig gagnrýni á bókina á Baggalút.is og vefleik JPV og leitar.is þar sem bókin er í vinning (krefst skráningar á póstlista JPV).