Viðbót við RSS (módúll) ættaður frá Creative Commons til að gefa til kynna höfundarétt og notkunarleyfi innihaldsins. Sjá skilgreingingar fyrir RDF/RSS útg. 1 og RSS útg. 2.

Tíðustu leitarstrengirnir

18. desember 2002

Yfirlit yfir tíðustu strengina hjá leitarvélunum.

[frá Wired]

Ótæk tölvutæk gögn

15. desember 2002

Stafræna dómsdagsverkefni BBC á áttunda áratugnum var til að marka 900 ára afmæli Dómsdagsbókarinnar. Á svipaðan hátt og ensku munkarnir skráðu upplýsingar um þjóðlíf á sínum tíma þá átti að varðveita heimildir um nútíma þjóðlíf á margmiðlunarformi. Tíu árum seinna gat enginn lesið þessi gögn ólíkt upprunalegu Dómsdagsbókinni. Lesa restina af færslunni »

Mannæta auglýsir á netinu

12. desember 2002

„Óska eftir ungum og hraustum mönnum á aldrinu 18 - 30 ára til slátrunar." [frá BBC og EuroNews]

Forritun á íslensku

12. desember 2002

Í PHP er mögulegt að hafa íslenska stafi í breytu- og skipananöfnum. Dæmi:

function hækka( &$gildið) {
    return ++$gildið;
}

Lesa restina af færslunni »