Húshúsbóndi

24. janúar 2003

… I never intended to become a househusband. Stay-at-home husband. …

Byrjun fyrsta kafla í bókinni Prey eftir Michael Crichton. Lengra hef ég ekki komist í bókinni því ég kemst ekki yfir þetta orð húshúsbóndi.

Einhverra hluta vegna þá hélt ég að menn sem hefðu ensku að móðurmáli gerði sér einhverja grein fyrir merkingu samsettra tökuorða. Allavega bjóst ég við meiru af Michael karlinum. Ég geri mér grein fyrir samsvöruninni við housewife en það hefði mátt finna upp eitthvað betra.

ps. þetta er víst ekki sprottið upp úr Michael. Orðskrípið virðist nokkuð almennt! Sjá 1, 2, 3 … Mig langar að gráta. ;)6 ummæli við „Húshúsbóndi“

 1. Binni ritaði:

  Er þetta eitthvað Freudískt (t.d. dulbúin skilaboð til Noregs), eða er þetta málfræðilegt? ;-)

  Ég tek að sjálfsögðu heilshugar undir með þér í sambandi við hið síðarnefnda.

  PS: Mér sýnist að nafn bókarinnar kallist á við fyrstu setninguna. ;-)

 2. Árni Svanur ritaði:

  Skv. dictionary.com: “A married man who manages the household as his main occupation and whose wife usually earns the family income.”

 3. Binni ritaði:

  Já, alltaf skal það miðast við „income“ þegar karl á í hlut. „Housewife“ getur verið bæði heima- og útivinnandi geri ég ráð fyrir. En „househusband“ hlýtur að gera bara eitt í einu. ;-)

 4. Árni Svanur ritaði:

  Svo ég haldi áfram að vitna í dictionary.com þá er „housewife“ þar skilgreint sem: „A woman who manages her own household as her main occupation.“

 5. Binni ritaði:

  Einmitt!

 6. Örvar ritaði:

  Rakst á samsvarandi dæmi í frönsku loupgarou samsett úr loup úlfur og garoul varúlfur (fornfranskt tökuorð úr norrænu). Semsagt úlfur-varúlfur.