Hætt við ljóðakvöld

31. janúar 2003

Eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu í dag með yfirskriftinni Hætt við ljóðakvöld vakti athygli mína:

Yfirvöld í Hvíta húsinu hafa hætt við ljóðakvöld þar sem þau óttast að það snúist upp í mótmæli gegn fyrirhuguðum árásum á Írak. Laura Bush, forsetafrú, hafði skipulagt kvöldið en þar áttu meðal annars að koma fram Emily Dickinson, Langston Hughes og Walt Whitman. Nokkur skáldanna höfðu gefið til kynna að þau myndu mótmæla árásunum á Írak.
… [Fréttablaðið 31. jan. 2003 bls. 24, leturbreyting mín]

Emily Dickinson og Walt Whitman létust nefnilega á miðri 19. öld og Langston Hughes áður en ég fæddist svo ég efast um að þau hefðu haft uppi mikil mótmæli.2 ummæli við „Hætt við ljóðakvöld“

  1. Binni ritaði:

    Þetta er svo fyndið að ég get bara ekki hætt að hlæja.

    Ég vona að þetta séu mistök blaðamannsins á Fréttablaðinu. Ef ekki, þá skil ég að Lára hafi hætt við samkomuna á elleftu stundu. ;-)

    Maðurinn hennar veifaði Stevie Wonder á hljómleikum.

  2. Sirrý ritaði:

    Einstaklega vel gefin hjón.