30 ára útskriftarafmæli

15. apríl 2003

Ég hef átt það til að gleyma því hversu gamall ég er og orðið að hugsa um mig um þegar ég hef verið spurður. Enda skiptir talan ekki svo miklu máli eftir tvítugsafmælið og aldurstakmarkanir eiga ekki lengur við mann. Hinsvegar hef ég verið nokkur viss um það að ég væri að verða 30 ára á þessu ári. Því varð ég hissa þegar ég las upphaf bréfs sem mér barst í morgun.

Ágæti samstúdent, …

Svo skrítið sem það hljómar þá eru 30 ár síðan þú útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands. …

Af þessu að dæma þá er ég að nálgast fimmtugt. :S

Ps. til hamingju með afmælið í dag Árni.2 ummæli við „30 ára útskriftarafmæli“

  1. Árni Svanur ritaði:

    Og ég sem hélt að við hefðum útskrifast saman ;-)

  2. Árni Svanur ritaði:

    Ég fékk boðsbréf í 30 ára útskriftarferð í gær. Við útskrifuðumst semsagt á sama tíma. Hjúkk. En ég hélt reyndar að það væri ekki svona langt síðan.