Menningararfur glatast

16. apríl 2003

Vert er að benda á grein Magnúsar Bernharðssonar …and Cultural Life in Iraq, þar sem hann gagnrýnir bandaríkjamenn fyrir að hindra ekki þjófnað og eyðileggingu á gripum í Þjóðminjasafni Íraks (sjá 1, 2 og 3 um safnið). Í gær brann svo Þjóðarbókhlaða þeirra íraka í Bagdað og þar með mikið magn fornra handrita. Bandaríkjamönnum var vel ljós hættan og hefðu átt að vernda þessi menningarverðmæti. Þeim verður þetta seint fyrirgefið.

Ps. í gær brann einnig "kirkjulega" skjalasafnið í Bagdað - sem hafði að geyma öll handrit sem vörðuðu íslam.10 ummæli við „Menningararfur glatast“

 1. Árni Svanur ritaði:

  Magnús ræðir þessi mál líka í bréfi í gær sem er birt á kreml.is.

 2. Hafsteinn ritaði:

  Robert Fisk skrifar um þetta mál á vef The Indepentent: Library books, letters and priceless documents are set ablaze in final chapter of the sacking of Baghdad.

 3. Árni Svanur ritaði:

  Dave Winer bendir á frétt á vef BBC þar sem segir frá því þegar Þjóðminjasafnið í Írak var opnað aftur árið 2000. Þá hafði það verið lokað í fjölda ára eftir Flóabardaga. Á meðan á þeirri lokun stóð munu gripir úr safninu hafa horfið.

 4. Örvar ritaði:

  UNESCO þingar um þetta í dag (sjá frétt og myndir á BBC).

  Í kjölfar Persaflóastríðsins og uppreisnar sjíta múslima sem því fylgdi var mikið um gripdeildir í söfnum Íraks (sérstaklega í suðurhluta landsins). Þá hurfu um 5000 gripir og þrátt fyrir aðgerðir alþjóðasamfélagsins þá hafa aðeins 5 verið endurheimtir (til samanburðar þá eru nú horfnir um 170þ. gripir úr Þjóðminjasafninu í Bagdað, sjá hér). Líklega er að miklu leiti um að ræða skipulagðan þjófnað en ekki handahófskenndar gripdeildir.

  Ég heyrði starfsmann breska Þjóðminjasafnsinis vara við þessari augljósu hættu í fréttatíma BBC við upphaf innrásar bandaríkjamanna. Ég get bara ekki skilið afhverju þeir gátu látið þetta henda. Vonandi verða þeir búnir að læra af þessu fyrir næstu innrás.

 5. Árni Svanur ritaði:

  Ég veit ekki hvort við getum verið svo bjartsýnir Örvar. Magnús spyr áleitinnar spurningar í pistli sínum:

  „If this messy period - which included the torching of the National Library - was foreseen, why weren’t steps taken to limit the destruction of valuable cultural artifacts? Why didn’t the U.S. military take control? There are numerous reports indicating that the military did not systematically try to prevent the looting of the museum. At the same time, however, troops are vigilantly patrolling the Ministry of Oil, which is, of course, a vital resource for the rebuilding of the new Iraq.“

  Mér finnst það jafnframt hræðilegt að íslensk stjórnvöld hafi kvittað undir þessa vitleysu með stuðningi sínum við þau bandarísku.

 6. Þorkell ritaði:

  Það hafa verið lög um það allt aftur í aldir að innrásaher beri að taka við ábyrgðum þess ríkis sem það vinnur í stríði, þ.m.t. að sinna hinum sjúku, gæta laga og fl. Þetta ætti því ekki að vera ný sannindi fyrir Bandaríkjamenn.

  Ég horfi hvert einasta ár á kvikmyndina Lawrence of Arabia (David Lean: 1962). Þar er mjög áhugaverð sena þegar Lawrence og arabarnir hertaka Damaskus á undan Bretum. Þeir koma ekki í veg fyrir skemmdir og sinna ekki sjúkum og eru harðlega gagnrýndir fyrir vikið. Lawrence fær meira að segja kinnhest fyrir yfirsjónir sínar. Þetta var í fyrri heimsstyrjöldinni!!!

  Af þessu að dæma hefur okkur ekki fleytt áfram í alþjóðarétti heldur fremur hið gagnstæða.

 7. Örvar ritaði:

  Fleiri tenglar á greinar um þetta:
  The Boston Globe: Treasure hunt
  wbur.org: Book burning
  wbur.org: Iraq’s Heritage Endangered
  The connection: The Lost Cultural Treasures of Baghdad (útvarpsþ.)
  wbur.org: Iraq’s National Museum Looted
  Mbl.is: Þjófar voru með lykla að læstum hirslum á fornminjasafni í Bagdad

 8. Örvar ritaði:

  Annálsfærsla hjá Francis Deblauwe með tugum tengla á fréttir um þetta, allt frá því fyrir innrás og fræðimenn vöruðu við þess og til dagsins í dag.

 9. Hafsteinn ritaði:

  Ég rakst á þessa grein í Times Online frá 5/4. Þar er sagt er frá því að SÞ hafi gagnrýnt breska herforingja fyrir að hvetja til gripdeilda því slíkt ýtti undir stjórnleysi í landinu og væri andstætt Gefnarsáttmálanum.

 10. Carlos ritaði:

  Ekkert af þessu þarf að koma á óvart þar sem þjóðríki, sem tekur sér þau völd sem Bandaríkjamenn taka sér, í opið geðið á alþjóðasamfélaginu mínus þessi 40 viljuga bandamenn heldur sig hafið yfir alþjóðarétt í þessum málum. Þeir saka aðra um mannréttindabrot en skrifa ekki undir Genfarsáttmálann eða aðra mannréttindasáttmála vegna þess að alþjóðalög geta ekki bundið einstök ríki í ríkjasambandi þeirra. Þeir geyma hertekna óvini í búrum á Kúbu, af því að þeir flokkast ekki undir hermenn og undir óbreytta borgara og væla þegar eigin hermenn eru teknir og sýndir í sjónvarpi. Skjóta baneitruðum skotum í allar áttir (depleted uranium) en saka alla aðra um að eiga WMS í fórum sínum …