Við lok talningar í alþingiskosningum er athyglisvert að athuga hvernig útkoman hefði orðið ef landið væri eitt kjördæmi og hreinn og beinn prósentureikningur myndi ráða þingmannaskipan að öllum uppbótarþingmönnum og slíku slepptu.

Þetta er dálítið önnur mynd en D 22, S 20, B 12, U 5 og F 4 útkoman sem virðist vera raunin núna. Segja mætti að litlu flokkarnir komi verr út í núverandi fyrirkomulagi.

Tölur fengnar frá RÚV.6 ummæli við „Hvað ef landið væri eitt kjördæmi?“

 1. Árni Svanur ritaði:

  Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki haft það á stefnuskrá sinni eða a.m.k. viljað stefna í þá átt að landið allt yrði eitt kjördæmi? Mér finnst eins og ég hafi einhvers staðar heyrt það.

 2. Örvar ritaði:

  Ég held allir flokkar hafi þetta á stefnuskránni sinni, alla vega veit ég ekki um neinn sem talað hefur gegn þessu. Upphaflega voru þetta 1 stórt og 27 mjög smá kjördæmi. 1959 var þessu breytt í átta stór kjördæmi. Svo 2002 var þeim þessu breytt í núverandi horf. Reyndar eru eins kjördæma og hlutfallskosningakerf ekki algeng í heiminum, en kannski eðlileg í svona litlum löndum eins og Íslandi.

  Áhugavert væri að huga að því hvort hlutur kvenna yrði betri með slíku fyrirkomulagi. Þeim virðist erfitt að gera tilkall til efstu sætanna á kjördæmalistunum. Staða þeirra yrði kannski sýnilegri þegar hver flokkanna er bara með einn lista.

 3. Þorkell ritaði:

  Ég er hrifinn af þessu, en myndi landsbyggðin ekki koma illa úr þessu? Væri hægt að tryggja að það væru fulltrúr frá öllum svæðum á þingi?

 4. Carlos ritaði:

  Ef við horfum til þess hver hlutur kvenna varð í þessum kosningum hjá Sjálfstæðisflokknum, þá verð ég að álykta að landsbyggðin ætti verulega undir högg að sækja í slíku kerfi. Það er kominn tími á einhverskonar 60/40 % kvóta reglu, og þá er ég ekki að tala um kynjakvótann eingöngu!

 5. Örvar ritaði:

  60/40% eða bara helmingsregla myndi þýða mun betri útkomu fyrir höfuðborgarsvæðið en hefur verið raunin hingað til.

 6. DV ritaði:

  “Átta frambjóðendur, sem ekki náðu kjöri til Alþingis á laugardaginn var, hefðu náð kjöri ef þingmannatala kjördæmanna væri þannig að vægi atkvæða væri nokkurn veginn jafnt á öllu landinu: fjórir úr Suðvesturkjördæmi og tveir úr hvoru kjördæmi í Reykjavík. Á móti hefðu átta nýbakaðir þingmenn ekki náð kjöri: fjórir úr Norðvesturkjördæmi, tveir úr Norðausturkjördæmi og tveir úr Suðurkjördæmi.”

  Ps. ef vægið væri jafnt þá væri hefðu fimm konur til viðbótar komist inn á þing - jafnmargar og duttu út.