Eitt atriði sem gerist undir lokin í Matrix: Reloaded hefur fengið þó nokkra athygli í vefheimum síðan myndin var frumsýnd. Í atriðinu er Trinity að brjótast inn í tölvukerfi hjá orkuveitu. Það sem er athyglivert er að aðferðin sem beitt er er trúverðug. Sjalgæft er að nokkuð sem við kemur tölvum sé sýnt í raunverulegu ljósi í kvikmyndum.


Fleiri skjámyndir hér.

Hún gerir eftirfarandi

  1. keyrir nmap til að skanna port á vél með ip-töluna 10.2.2.2 (hvaðan kom hún?).
  2. finnur að port 22 (SSH) er opið.
  3. keyrir sshnuke (líklega tilbúið nafn) sem notfærir sér CRC32 buffer overflow galla í útg. 1 af SSH til að fá rótaraðgang að vélinni og breyta aðgangsorði rótarinnar í Z10ND101.
  4. loggar sig inn sem rótin og ….

Gallinn sem er notaður til að brjótast inn er reyndar gamall, kom í ljós 2001 og fannst mér það draga dálítið úr trúverðuleikanum þegar ég las um þetta í fyrstu (kominn plástur fyrir hann auk þess sem flestir banna að samskipti séu leyft með SSH útg. 1 nú til dags). En í ljósi þess að í fyrstu myndinni er ártalið í matrixinu gefið upp sem 1999 þá passar þetta mjög vel inn í myndina.

Þetta, plús þröngur leðurgalli Trinityar ætti að tryggja að hún verði tekin í guðatölu hjá mörgum tölvugaurnum. ;)

Frá Fishbowl, sjá einnig Securityfocus.com og BBC. Ég verð að játa að ég tók ekki nógu vel eftir þessu sjálfur í bíó.Lokað er fyrir ummæli.