Djí fæf á morgun

29. ágúst 2003

dj fæfHver af þessum setningum stingur nú í stúf?

 • Heimsins hraðvirkasta og öflugasta einkatölva
 • 1GHz örgjörvabrautir
 • Fyrsta 64 bita einkatölvan
 • Allt að 8GB 128 bita SDRAM minni
 • 56k innbyggt mótald
 • USB 2.0 tengi
 • FireWire 400 og 800 tengi
 • LJósleiðara-hljóðtengi S/PDIF

Evrópufrumsýning á morgun. Ætli ég fái að prófa mótaldið?

http://apple.com/G53 ummæli við „Djí fæf á morgun“

 1. Matti ritaði:

  Það er nú aðallega fyrsta setningin: “Heimsins hraðvirkasta og öflugasta einkatölva” sem stingur í stúf enda er hún sú eina sem er ósönn :-|

  En ég hefði ekkert á móti því að eignast svona vél.

 2. Örvar ritaði:

  Þeir komast upp með svona staðhæfingar með því að skilgreina einkatölva sér í vil.

  Sjálfur vildi ég gjarnan eiga eina slíka. En þetta mótald þarna er svona álíka og að eiga t.d. Viper með dráttarkúlu. Hvaða hugsanlegu not eru fyrir það?

 3. Arni Svanur ritaði:

  :-)