Auralaus þjóð

1. október 2003

Í dag urðu íslendingar að auralausri þjóð. Heimabankinn minn valdi hins vegar þá leið að núlla aurana frekar en að klippa þá einfaldlega aftan af öllum upphæðum. Fyrir vikið hefur fjöldi núllu þar þrefaldast ;) Svo gleymdi ég að fylgjast með hvort ég græddi eða tapaði nokkrum krónum á þessari breytingu.

Reyndar hefði ég alveg verið til í gengisfellingu með tilheyrandi veseni. Krónan fengi virði tíkalls o.s.frv (sbr. hin norðurlöndin) - eða heitir það þá kannski gengisupphalning. Þá hefðu aurarnir mátt vera áfram. Mér finnst eitthvað að gjaldeyri þar sem alls óvíst er að allir nenni að beygja sig eftir grunneiningu hans (krónu) þar sem hún liggur í götu.6 ummæli við „Auralaus þjóð“

 1. Sirry ritaði:

  Ekki nenna menn nu ad beygja sig eftir kronunni her i Noregi, og thad thott hun se virdi 11 krona islenskra.

 2. Árni Svanur ritaði:

  Hvað með að taka upp evru?

 3. Þorkell ritaði:

  Ég vil evru.

 4. Árni Svanur ritaði:

  Og myndirðu beygja þig niður eftir henni?

 5. Þorkell ritaði:

  Jammm :-)

 6. Hafsteinn ritaði:

  Þetta er náttúrulega frábær þróun fyrir þá sem áttu hvort sem er aldrei aur ;-)