OZ?

19. október 2003

Hvað er að frétta af OZ? Allir sem ég kannaðist við og unnu þar eru löngu farnir eitthvað annað. Fyrirtækið var að flytja til Kanada seinast þegar maður heyrði einhverjar fréttir af því … og svo hvað? Nýjasta fréttin á vefnum þeirra er frá byrjun mars á þessu ári.

Gátu þeir ekki skilgreint sig upp á nýtt eða var kannski engin nýbóla til að grípa á lofti? Það hafa þó nokkur önnur fyrirtæki sprottið út úr OZ sem eru enn með lífsmarki.

Ps. fyndið, innan við viku eftir að ég skrifaði þessa færslu þá var reunion hjá fyrrum starfsmönnum OZ.Ein ummæli við „OZ?“

  1. Hafsteinn ritaði:

    Þú ert bara dálítið nastý ;-)

    En þetta er rétt hjá þér ég var sjálfur alveg búinn að gleyma þessu fyrirtæki þó ótrúlegt megi virðast eins og það fór nú mikið fyrir því áður fyrr.