Enn má hafa not af Leit.is

21. október 2003

Tók eftir því að Leit.is er loksins búið að laga galla sem ég var að rausa um fyrir löngu. Gott hjá þeim - þá er bara næst að lagfæra þennan galla.

Langt er reyndar síðan ég hætti næstum alfarið að nota Leit.is - og ég verð steinhissa þegar ég rekst á fólk sem notar þá leitarvél en veit svo ekki hvað Google.com er. Hinsvegar má hafa enn hafa smá not af Leit.is - þ.e. til að athuga hvernig maður á að stafsetja orð. Segjum t.d. að þú vitir ekki hvort orðið leit sé með ypsiloni eða ekki - þá er hægt að leita að "leit leyt" og sjá hvort orðið er algengara:

Síður fundust: leit (60867) leyt (16)

Þetta kemur þó ekki alfarið í stað almennrar stafsetningarkunnáttu því aðferðin virkar bara svo fremi sem meirihlutinn kann enn stafsetningu. ;)Lokað er fyrir ummæli.