21. október 2003

Þar sem ég sit hér og hlusta á skjaldsvein Bill Gates segja mér hvernig má spara með Office 2003 (bíð eftir því að þeir fari að lista nýju fídusana) þá dettur mér í hug hvort ekki megi þýða webcast einfaldlega sem vefvarp (sbr. sjónvarp). Vefvarpið Netvarpið má sjá hér.

Ég náði nánast ekkert að fylgjast með Bill karlinum því síminn hringdi án afláts. Þ.á.m. langt samtal við svía um innviði bloggkerfis og gagnagrunnstengingu ASP :S

Ps. vefvarp er reyndar ekkert sérstaklega þjált orð.2 ummæli við „“

  1. Binni ritaði:

    Mér líst vel á orðið vefvarp. Hef þó dulitlar áhyggjur af tannvaramæltu önghljóðunum [f] og [v] saman. Þau eru bæði rödduð hér. Kemur út eins og maður sé á lyfjum. ;-) Netvarp myndi kannski leysa þetta?

  2. Örvar ritaði:

    Já, mér kom það líka til hugar. Netvarp er eiginlega betra og í raun réttara. Það er meira að segja notað (ég var semsagt að reyna að enduruppgötva hjólið ;) ). Afhverju er menn samt enn að sletta webcast?

    Auðvitað er sjónvarp hið eina „rétta“ - en það verður eflaust ekki notað fyrir svona fyrirbæri fyrr en tölvan, sjónvarpið, útvarpið og ýmis önnur tæki hafa runnið saman í einn kassa.

    Ps. þjáll er reyndar ekkert sérstaklega þjált orð. ;)