Enn ein veitan: index.cdf

27. október 2003

Ég bætti við enn einu veitusniðinu (feed) í kvöld. Snið kvöldsins er circa 6 ára gamalt (líklegast það elsta sem til er) og heitir Channel Definition Format (CDF). Var einn af nýju fídusunum í fjórðu útgáfu Internet Explorer. Ég á örugglega ennþá einhverstaðar Microsoft System Journal blaðið sem kynnti þetta skráarsnið fyrst. Skoðaði þetta í þaula á sínum tíma en fann engin raunveruleg not fyrir það.

Hins vegar gæti þetta snið hentað ágætlega fyrir bloggyfirlit. Það er fyrir þá sem nota Internet Explorer. Þegar veitan er sótt þá bætir hún sér við favorites gardínuna (og favorites hliðarslánna, Ctrl+I) og þar er hægt að skoða lista yfir nýjustu færslur bloggsins. Hér má sækja veituna mína: /orvar/index.cdf - allir bloggarar á Annál.is og Blogg.is geta einnig bætt index.cdf við sín url.

CDF veita skoðuð í favorites hliðarslánni

Ég hef ekki prófað þetta að neinu ráði en maður ætti að geta verið með öll uppáhaldsbloggin sín skráð svona í IE og hakað við að þau eigi að vera aðgengileg þegar vélin er ekki tengd við netið (make available when offline) - svo þegar maður er að fara í verðalag eða eitthvað þá getur maður valið Synchronize og skoðað svo síðurnar ótengdur í rólegheitum seinna. — Það þarf enginn að benda mér að hægt sé að gera svipaða hluti í öðrum vöfrum o.s.frv. Ég var að þessu fikti aðallega til að leika mér. Gaman að skoða þennan gamla staðal aftur eftir svona mörg ár. Ég fann meira að segja eina cdf-skrá á harða disknum hjá mér frá 3/10 1997.

Ég held svo áfram að fikta við þetta á næstunni. Ætti t.d. að geta búið til útgáfu til að setja á skjáborðið - en fyrst þarf ég að lesa mér til um hvað er hægt að gera.

Ps. Það tók mig langan tíma að uppgötva að Content-type í hausnum þarf að vera application/x-netcdf - annars gerir IE ekkert með skrána. Ef hausinn er réttur þá er svonefndur Channel Defenition Viewer notaður til að lesa skrána - sem er sjálfgefið einfaldlega Favorites glugginn í IE. Þannig að hægt er að sækja þessar svona skrár í öðrum vöfrum en IE en það eina sem gerist þá er að notandanum býðst að bæta þessu í favorites í IE.

Pps. Ég fann MSJ blaðið og greinin á vefnum :)2 ummæli við „Enn ein veitan: index.cdf“

  1. Pétur Björgvin ritaði:

    Snilld (-:

  2. Árni Svanur ritaði:

    Þú ert frábær.