Pardusdýrið og týnda letrið

10. nóvember 2003

Sumir makkaeigendur sem eru búnir að uppfæra OS X stýrikerfið sitt í nýju Panther útgáfuna eru að reka sig á að ýmsar vefsíður líta öðruvísi út. Það er að segja þeir sem nota nýja fína Safari vafran og hafa valið að sleppa að setja inn gamla Internet Explorer. Hvað er öðruvísi? Jú, ef enginn Microsoft hugbúnaður hefur verið settur inn á tölvuna (svo sem Office eða Messenger) þá vantar Arial, Verdana, Trebucket MS og Georgia leturgerðirnar. Þannig að eina sem Safari hefur að spila úr er annaðhvort Helvetica eða Times.

Lengi hefur mér þótt staða mála hvað varðar leturgerðir á vefnum vond en þessi þróun mála er ansi slæm. Um helmingur OS X notenda hafa þegar uppfært í Panther (skv. nokkrum heimatilbúnum könnunum, sjá t.d. Daring Fireball og Karelia bloggið) og eflaust hafa margir þeirra valið að sleppa Internet Explorer.

Einfaldasta lausnin að svo stöddu er líklega að sækja Messenger. Apple-menn verða samt að gera eitthvað í þessu (t.d. að kaupa notendaleyfi fyrir þessar leturgerðir af Microsoft hversu sárt sem það kann að vera).

Sjá nánar3 ummæli við „Pardusdýrið og týnda letrið“

 1. Árni Svanur ritaði:

  Vantar ekki bara “open-source” leturgerðir sem henta vel fyrir vefinn :-)

 2. Örvar ritaði:

  Það eru til ókeypis leturgerðir sem henta. Það má líka finna þessa MS leturgerðir sem um ræðir á nokkrum stöðum á vefnum (t.d. http://corefonts.sourceforge.net).

  Málið snýst ekki um það heldur hvaða leturgerðir vefhönnuðir geta gengið að vísum. Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að maður þurfti að gera ráð fyrir því að hluti af makka notendum séu einungis með Helvetica og Times. Í raun bara eina serif leturgerð og eina sans-serif leturgerð - þ.e.a.s. algjört lágmark.

 3. Árni Svanur ritaði:

  Þetta var ónákvæmt orðað hjá mér. Þú hefur alveg rétt fyrir þér samt og það er auðvitað alveg ómögulegt að geta ekki gengið út frá nema þessum tveimur leturgerðum sem vísum.