Svokallað frétt

12. nóvember 2003

Mbl.is birti í dag frétt (lesist auglýsingu) um endurbættan vef Hafrannsóknarstofnunarinnar (afhverju ákv. gr.?). Moggamönnum þykir þessu vefur greinilega eitthvað merkilegri en aðrir sem þeir hafa auglýst því þetta birtist undir „innlent“ efni í stað flokksins „tölvur og tækni“.

Ekki fór þó mikil vinna í að skrifa fréttina því hún er tekin nær orðrétt af Hafró vefnum. Þó sáu þeir ástæðu til að færa nokkrar málsgreinar til og ekki voru vinnubrögðin vönduð þar. Málgrein sem hefst svona:

Meðal nýjunga á vefnum er safn ljósmynda sem teknar eru neðansjávar og í fjörum og aukin áhersla á fréttir og samskipti við notendur vefsins. Mesta nýjung má þó telja svokallaða Gagnalind, en þangað geta notendur sótt ýmsar upplýsingar úr gagnagrunnum stofnunarinnar …

varð að

Meðal nýjunga á vefnum er svokallað Gagnalind, [svo] en þangað geta notendur sótt ýmsar upplýsingar úr gagnagrunnum stofnunarinnar …

Klausan um ljósmyndirnar var færð ofar. Eina raunverulega viðbótin við upprunalegu fréttina er að sagt er frá hver sé vefstjóri Hafró.is2 ummæli við „Svokallað frétt“

  1. Árni Svanur ritaði:

    Mér finnst líka athyglisverð þessi áhersla á “gagnvirka upplýsingamiðlun”. Í fréttinni segir:

    Mesta nýjung má þó telja svokallaða Gagnalind, en þangað geta notendur sótt ýmsar upplýsingar úr gagnagrunnum stofnunarinnar um veiðar og rannsóknir á ýsu og þorski við landið frá árinu 1992 til dagsins í dag. Þannig hefur verið þróaður gagnvirkur hugbúnaður sem sem gerir notanda kleift að framkvæma eigin útreikninga á þáttum eins og afla og meðallengd, eftir svæðum, veiðarfærum, skipastærð o.s.frv.

    En við fyrstu sýn fæ ég ekki séð annað en að það nýstárlega felist í því að hægt sé að senda fyrirspurn inn í gagnagrunninn að baki gagnalindarinnar og fá upplýsingar úr henni í samræmi við það. Ég verð að játa að ef þetta er öll gagnvirknin þá finnst mér hún ekki alveg standa undir þeim væntingum sem ég hafði eftir lestur fréttarinnar.

  2. Örvar ritaði:

    Þú átt við upprunalega fréttina. Já, gangvirkt er löngu orðið merkingarlaust orð.