Sönggervill

1. desember 2003

Óðum styttist í að sönggervilshugbúnaður sem byggir á Vocaloid frá Yamaha fari að koma út. Enskt, þýskt og japanskt fyrirtæki eru með slík forrit í burðarliðnum. Á vef Sound on Sound tímaritsins er hægt að hlusta á þrjú söngdæmi sem ég verð að segja að lofi góðu.

Brátt munu jafnvel laglausir menn eins og ég geta sungið ;) Svona hugbúnaður gæti valdið skemmtilegum breytingum í tónlistabransanum.

Greinar um Vocaloid:3 ummæli við „Sönggervill“

  1. Hafsteinn ritaði:

    Þessi lög minna mann dálítið á Fly on the Wings of Love með Olsenbræðrum. ;-)

  2. Árni Svanur ritaði:

    Ég hlustaði aðeins á eitt af þessum lögum, en get engan veginn tekið undir athugasemd Hafsteins, finnst þeir Ólsenbræður mun meira lifandi en tölvuröddin sem söng af lítilli innlifun um undursamlega náð. En það verður vissulega spennandi að sjá hverju fram vindur.

  3. Þorkell ritaði:

    Tölvur munu aldrei koma verða betri en mannsröddin, ekkert frekar en trommuheilar eða hvað annað. Ástæðan er sú að það vantar tilfinningar.