Herra Föt

5. desember 2003

Sá spjald í glugga verslunar í dag sem á stóð „Herra Föt". Hugsaðu með mér að þetta væri nú hálf asnalegt nafn á verslun - minnti dálítið á teiknimyndirnar um Smjattpattana Herramennina (Voru það ekki þeir sem hétu Hr. þetta og Hr. hitt.). Svo fattaði ég að þetta átti bara að vera „Herraföt" - þ.e. til merkis um hvað verslunin seldi.4 ummæli við „Herra Föt“

 1. Árni Svanur ritaði:

  Voru það ekki Herramennirnir (Mr. Men) sem hétu Hr. þetta og hitt? Minnir að Smjattpattarnir hafi haft stuðluð nöfn, svo sem Tommi tómatur, Pála púrra og svo framvegis :-)

 2. Örvar ritaði:

  Jú, alveg rétt hjá þér. Það er ekki nema von að maður sé búinn að gleyma þessu enda um aldarfjórðungur síðan þetta var uppáhaldssjónvarpsefnið manns.

 3. Árni Svanur ritaði:

  Það er gagn í google :-)

 4. Óskar ritaði:

  Vitið þið nokkuð hvað þættirnir um smjattpattana heita á ensku?

  P.S. Eins gott að ég er ekki smjattpatti….því þá væri ég skítur :-)