Ég þurfti um daginn að setja saman reglulega segð til að greina rómverskar tölur í íslenskum 16. aldar textum. Hélt ég nú að þetta væru frekar óvenjulegt og fáir hefðu þurft að gera slíka hluti. En í ljós kom að finna mátti ýmsar lausnir með hjálp Google (hér er td. ein ágæt).

Svo virðist algengt að nota rómverskar tölur í sýnidæmum sem útskýra reglulegar segðir. Mark Pilgrim fer ýtarlega út í þetta í Dive Into Python bókinni sinni, Chapter 6 Unit testing (roman.py).Lokað er fyrir ummæli.