Af holum

15. desember 2003

Í gærmorgun var fundur Saddams aðalfréttin. Talsmenn bandaríkjamanna sögðu að hann hefði fundist falinn í spiderhole. Slíkar holur notuðu Viet-Kongliðar til að liggja í launsátri fyrir bandaríkjamönnum í Vietnamstríðinu (sjá mynd). En fyrirbærið er auðvitað nefnt eftir holum sumra tegunda köngulóa. Breskir fréttamenn á Sky News sjónvarpsstöðinni töluðu hins vegar um að hann hefði fundist í foxhole eða greni. Það orð má einnig finna í máli hermanna og er þá átt við gryfju sem notuð er sem skjól en er ekki beinlínis ætluð til að fela sig í.

Í fréttatíma Bylgjunnar (og Stöðvar 2) í framhaldi af blaðamannafundinum gær var fylgsni Saddams nefnt jarðhola (gamalt og svo sem ágætt orð) og í fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í dag er það kallað neðanjarðarhola. Hefði ekki einfaldlega mátt tala um holu, eða hvað?2 ummæli við „Af holum“

  1. Stefán Ág. ritaði:

    Ja fréttamenn þurftu náttúrlega að reina að lengja fréttina eitthvað. Það var lítið sagt á blaðamannafundinum fræga annað en: „Við náðum honum“. Það var t.d. sorglega leiðinlegt að horfa á CNN breaking news í gærkvöldi þar sem sam mindbrotið var birt á fimm mínútna fresti.

  2. Binni ritaði:

    Hola finnst mér hrökkva skammt. Maður dettur í holur, fellur um þær og s. frv. Svo fær maður holur í tennurnar. Kannski hefði mátt nota fylgsni, byrgi, vígi, gerði, skýli, jafnvel híði.