Gaddafi hershöfðingi tilkynnti í kvöld að Líbýa ætli að eyða og hætta þróun gjöreyðingarvopna. Þessi ákvörðun kemur í framhaldi af samningarviðræðum við Breta og Bandaríkjamenn sem hófust fyrir 9 mánuðum. Frumkvæðið kom þó frá Líbýumönnum í framhaldi af viðræðum vegna Lockerbý-slyssins. Líbýa á mikið af efnavopnum og var nærri því að útbúa kjarnorkuvopn en hefur áhuga á að verða hluti af alþjóðasamfélaginu og líklega hefur innrásin í Írak haft áhrif.

Ps. frétt um málið er nú komin á Sky News … Blair með fréttamannafund … Bush með fréttamannafund … frétt á Reuters … tilkynning komin á CNN … loksins frétt á Mbl.is (undarlegt að Ríó Ferdinand þykir þó merkilegri frétt).Lokað er fyrir ummæli.