Hætt við ljóðakvöld

31. janúar 2003

Eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu í dag með yfirskriftinni Hætt við ljóðakvöld vakti athygli mína:

Yfirvöld í Hvíta húsinu hafa hætt við ljóðakvöld þar sem þau óttast að það snúist upp í mótmæli gegn fyrirhuguðum árásum á Írak. Laura Bush, forsetafrú, hafði skipulagt kvöldið en þar áttu meðal annars að koma fram Emily Dickinson, Langston Hughes og Walt Whitman. Nokkur skáldanna höfðu gefið til kynna að þau myndu mótmæla árásunum á Írak.
… [Fréttablaðið 31. jan. 2003 bls. 24, leturbreyting mín]

Emily Dickinson og Walt Whitman létust nefnilega á miðri 19. öld og Langston Hughes áður en ég fæddist svo ég efast um að þau hefðu haft uppi mikil mótmæli.

Do you copy?

27. janúar 2003

Margrét Dóra Ragnarsdóttir (blogg, cv) heldur meistaraprófsfyrirlestur í verkfræðideild næsta föstudag (31. jan.) sem ber titilinn Do you copy? Notkun tungutækni til að styðja samskipti í flugumferðarstjórn (kl. 16.15 í st. 158 í VR-II).

Lesa restina af færslunni »

RSS útg. 3.14159265359

27. janúar 2003

RSSið hjá Mark Pilgrim segist vera af útgáfu 3.14159265359 eða PÍ ;) .

Ps. Einnig er hann byrjaður að gzippa það. Líklegast kominn með eitthvað cache-kerfi.

100 XML skammstafir

27. janúar 2003

Allt um BEEP til XUL með útskýringum og tenglum.

http://www.perfectxml.com/XMLAcronyms.asp

Dagbók kirkjunnar

26. janúar 2003

Kirkjan.is/dagbok er viðbót við kirkjuvefinn sem ég bjó til um daginn. Gekk út frá atburðakerfi php.net að hluta en bæti við og breytti miklu - í raun var bara lítið eftir sameiginlegt þegar upp var staðið.

Lesa restina af færslunni »

Hreimur Kára Stefánssonar?

26. janúar 2003

Hljóðmyndunarafbögun í máli einstaklings sem gefur honum erlendan hreim.

Húshúsbóndi

24. janúar 2003

… I never intended to become a househusband. Stay-at-home husband. …

Byrjun fyrsta kafla í bókinni Prey eftir Michael Crichton. Lengra hef ég ekki komist í bókinni því ég kemst ekki yfir þetta orð húshúsbóndi.

Lesa restina af færslunni »

Íslendingabók

18. janúar 2003

Beiðni þín um skráningu hefur verið móttekin.
Upplýsingar um notandanafn þitt og lykilorð
verða sendar þér í pósti og ættu að berast
innan fárra daga.

http://www.islendingabok.is/

Bandaríkjamenn spamma Írak

13. janúar 2003

„Washington launched its e-mail offensive last week as part of its ,psychological warfare´ against Baghdad." [frá BBC]

Við viljum klaufabárðana!

10. janúar 2003

Yfir stendur undirskriftasöfnin til stuðnings því að RÚV hefji endursýningar á tékknesku brúðuleikmyndirnar um klaufabárðana Pat og Mat. Forkólfar framtaksins segjast vera orðnir þreyttir á heilalausum og hundleiðinlegum teiknimyndum svo sem Pókemon.

Sjá einnig heimasíðu þeirra kappa.