Eða norrænu tungutæknidagarnir verða haldnir hér 30-31 maí. Vefsíða ráðstefnunnar er í burðarliðnum (fær smá hjálp frá mér).

Url-blogg í betri búning

23. febrúar 2003

Fiktaði aðeins í útlitinu á URL í kvöld (lesist: nótt). Hugmyndin á bak við nýja útlitið var tilraun til að nýta alla 64 mögulega flokka sem annálakerfið býður upp á - reyndar ekki til að flokka færslurnar þannig séð heldur til að velja íkonin sem birtist með þeim.

Í valmyndinni hægra megin má einnig sjá valmöguleikann slembival. Þegar smellt er á hann eða þegar „/slembival" bætt aftan við url þá er stök færsla valin til birtingar af handahófi (þetta er nýr fídus í kerfinu og sem virkar í öllum annálum/bloggum, sbr. annall.is/orvar/slembival).

Lesa restina af færslunni »

Ráðist á LiveJournal

21. febrúar 2003

LiveJournal hefur orðið fyrir DDoS árásum seinustu daga, sjá status.livejournal.com [frá The Fishbowl].

Bíóverkfall 13. - 23. feb.

11. febrúar 2003

„Ástæðan sem forráðamenn kvikmyndahúsa gáfu fyrir hækkunum á miðaverði á sínum tíma var sú að dalurinn væri svo hár, og það var rétt, dalurinn fór upp í 112 kr. á tímabili og því var gild ástæða fyrir þessu miðaverði. En nú stendur dalurinn í tæpum 77 kr., hefur lækkað um 31% síðan hann var hæstur en ekkert bólar á verðlækkunum. Sýnum vilja okkar í verki og sleppum því að fara í bíó dagana 13. - 23. febrúar. Sýnum að við séum ekki sátt við þetta verð og krefjumst lækkunnar. Að sjálfsögðu fellur þetta "verkfall" niður ef miðaverð lækkar á tímabilinu. Sendið þetta til allra sem þið þekkið fyrir 13. febrúar."

Forsíða vefsins eins og hún birtist í wap síma.Í fyrrakvöld þegar ég hafði margt annað og betra að gera þá útbjó ég WML skapalón fyrir annálakerfið þannig að nú er hægt að skoða annálana í WAP gemsum. Kerfið gerir sitt besta í því að bera kennsl á fyrirspurnir frá gemsum og því ætti að vera nóg að nota sama veffang og notað er í vöfrunum. Ef það gengur ekki skal bæta við "/wml" við veffangið (td. http://orvar.blogg.is//wml fyrir annálinn minn).

Lesa restina af færslunni »

Sautjánda Rask-ráðstefnan

4. febrúar 2003

Sautjánda Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 8. febrúar næstkomandi.

Lesa restina af færslunni »