"Hvernig eru augun í fullvaxta skúfönd á litinn?"

Lesa restina af færslunni »

Í Bagdað er væl loftvarnarsírenana þagnað - þeirra í stað heyrast nú bænaköll frá turnum moskana meðan á loftárásunum stendur.

Einnig heyrir maður á erlendu fréttamönnunum sem eru í borginni að þeir eru orðnir uppgefnir á líkama og sálu. Hvernig ætli borgarbúunum líði þá?

Klisjan um að sannleikurinn sé fyrstur til að falla í stríði mætti vel umorða eitthvað á þessa leið: málnotkun er fyrst til að falla í stríði. Það er mjög athyglisvert að fylgjast með orðalagi og orðnotkun í fréttaflutningi af innrásinni í Írak.

Lesa restina af færslunni »

Burrrrr

26. mars 2003

Brrrrrr!

Legg til að við flytjum af þessu hrollaskeri og nemum land á heitari slóðum, kannski bara í Nýja-Írak ;) . Þetta var annars útsýnið út um stofugluggann minn í fyrradag. Sirrý bað mig um að taka myndir sem hún gæti notað til að sýna útlendingum hvernig Ísland er.

Lesa restina af færslunni »

Bandaríkin eru strax farin að skipta upp Íraks-kökunni vænu og passa verður að litla þæga Ísland fái sneið líka. Enda erum við búin að vinna fyrir henni.

Lesa restina af færslunni »

Ísland er meðal þeirra 30 ríkja sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir vera í „samfylkingu þeirra sem vilja tafarlaust afvopna íraka" [sjá The New York Times]

Lesa restina af færslunni »

Ösku(r)dagurinn

5. mars 2003

Ég ætlaði að rausa og rífast um hversu leitt mér þykir hvernig öskudagurinn hefur breyst í ameríska hrekkjavöku þar sem við neyðumst til að kaupa rándýra búninga í Haugkaupum til að vera „foreldrar meðal foreldra" og börnin okkar geti betlað nammi af fyrirtækjum. En þess í stað ákvað ég að birta smá leiðbeiningar um hvernig búa á til öskupoka.

Lesa restina af færslunni »

Kristnir kettir?

5. mars 2003

Í Fréttablaðinu í dag er frétt um að næstelsti köttur landsins væri dauður og búið væri að grafa hræið í garði við Ránargötu og yfir settur „sérhannaður kross“ (eða „sérgerður kross“ skv. myndatexta). Hið eina sem ég sé frábrugðið frá krossum yfir legstöðum manna er stærðin.

Kross yfir leiði er ekki einfaldlega merki um að þar sé gröf. Krossinn er ekki tákn dauðans heldur lífsins sem sigraði dauðann.

Lesa restina af færslunni »