Menningararfur glatast

16. apríl 2003

Vert er að benda á grein Magnúsar Bernharðssonar …and Cultural Life in Iraq, þar sem hann gagnrýnir bandaríkjamenn fyrir að hindra ekki þjófnað og eyðileggingu á gripum í Þjóðminjasafni Íraks (sjá 1, 2 og 3 um safnið). Í gær brann svo Þjóðarbókhlaða þeirra íraka í Bagdað og þar með mikið magn fornra handrita. Bandaríkjamönnum var vel ljós hættan og hefðu átt að vernda þessi menningarverðmæti. Þeim verður þetta seint fyrirgefið.

Ps. í gær brann einnig "kirkjulega" skjalasafnið í Bagdað - sem hafði að geyma öll handrit sem vörðuðu íslam.

30 ára útskriftarafmæli

15. apríl 2003

Ég hef átt það til að gleyma því hversu gamall ég er og orðið að hugsa um mig um þegar ég hef verið spurður. Enda skiptir talan ekki svo miklu máli eftir tvítugsafmælið og aldurstakmarkanir eiga ekki lengur við mann. Hinsvegar hef ég verið nokkur viss um það að ég væri að verða 30 ára á þessu ári. Því varð ég hissa þegar ég las upphaf bréfs sem mér barst í morgun.

Ágæti samstúdent, …

Svo skrítið sem það hljómar þá eru 30 ár síðan þú útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands. …

Af þessu að dæma þá er ég að nálgast fimmtugt. :S

Ps. til hamingju með afmælið í dag Árni.