Menn … og konur

27. maí 2003

Stjúpdóttir mín spurði mig um daginn hvort að konur væru ekki líka menn. Jú, svaraði ég og spurði á móti hvað hún héldi að þær væru annars, kannski apar? Hún er vön svona útúrsnúning frá mér. Svo kom upp úr dúrnum að hún hafði lent í rifrildi við eldri stelpur í skólanum eftir að hafa haldið þessu fram - og fyrir vikið var hún kölluð ýmsum ljótum nöfnum.

Lesa restina af færslunni »

Eitt atriði sem gerist undir lokin í Matrix: Reloaded hefur fengið þó nokkra athygli í vefheimum síðan myndin var frumsýnd. Í atriðinu er Trinity að brjótast inn í tölvukerfi hjá orkuveitu. Það sem er athyglivert er að aðferðin sem beitt er er trúverðug. Sjalgæft er að nokkuð sem við kemur tölvum sé sýnt í raunverulegu ljósi í kvikmyndum.

Lesa restina af færslunni »

Hörður hetja bókamannsins hefur fengið það í gegn í Hæstarétti að endurgreiða beri honum mismun á 24,5% virðisaukaskatti sem hann var látinn greiða af erlendum bókum, og 14% virðisaukaskatti sem lagður er á innlendar bækur.

Hvert á maður nú að snúa sér með kvittanirnar sínar úr bókabúðunum - og myndi það brölt borga sig?

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1031848

Við lok talningar í alþingiskosningum er athyglisvert að athuga hvernig útkoman hefði orðið ef landið væri eitt kjördæmi og hreinn og beinn prósentureikningur myndi ráða þingmannaskipan að öllum uppbótarþingmönnum og slíku slepptu.

Lesa restina af færslunni »

Kirkjulistahátið

6. maí 2003

Kirkjulistahátið hefur eignast myndarlegan vef (hver ætli hafi hannað hann? ;) . Hugsunin á bak við útlitið var að binda það ekki við þema hátíðarinna í ár svo nota mætti það áfram í einhver ár. Gengið var út frá vatnslitamynd eftir Karólínu Lárusdóttur í hausi og hún látin njóta sem best (ég gerði þó nokkrar litarbreytingar á henni). Að öðru leiti fékk einfaldleikinn að ráða.

Lesa restina af færslunni »