Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfuÉg tók að mér að þýða bloggtólið w.Bloggar á íslensku. Hér á eftir má sjá skjámyndir af forritinu - ábendingar um það sem má betur fara eru vel þegnar.

Stundum er sami strengurinn notaður á tveim stöðum í forritinu og verður því íslenskunin að geti gengið á báðum stöðum, einnig er nauðsynlegt að passa upp á að þýðingin passi inn í forritið (þ.e. að hún taki ekki meira pláss en enskan).

Lesa restina af færslunni »

Tengill hjá Má Örlygssyni á grein þar sem fram kom að íslenska væri tíunda algengasta bloggmálið (skv. yfirliti Blogcensus) er efni fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Fréttamaður moggans hefur tekið Má tali - og bendir hann á m.a. að við eigum örugglega metið per capita þó hann orðið það ekki þannig:

Ég [Már] hugsa … að þetta sé orðið miklu stærri hluti af netsamfélaginu á Íslandi heldur en það er í Bandaríkjunum [ensk er efst á lista].

Síðan ég rakst á þennan tengil hjá Má um daginn hef ég bætt þremur íslenskum bloggum á mínum vegum inn á lista Blogcensus og hvet aðra til að gjöra slíkt hið sama. Áfram Ísland!

Ps. fréttin er komin á mbl.is einnig.

Tölvupósts- og SMS-blogg

24. júlí 2003

Fljótlega geta notendur BLOGG.is og Annáls.is sent inn færslur í annálinn sinn með tölvupósti, verið er að leggja lokahönd á þann þátt kerfisins. Það stóð alltaf til að bjóða upp á þennan fídus en það var ekki forgangsverkefni. Upp á síðastliðið hafa hins vegar ýmsir íslenskir bloggarar verið að prófa sig áfram með það skrifa færslur í gemsunum sínum sem SMS (sjá ).

Þar sem senda má SMS sem tölvupóst hjá báður símafyrirtækjunum þá nýtist þessi þáttur kerfisins einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að skrifa færslur með SMS. Þar sem ég er haldinn græjudellu eins og flestir íslendingar þá varð ég að prófa að rita í annálinn minn í gegnum gemsann - því hlaut þessi þáttur kerfisins aukinn forgang og seinni partinn í dag birtist fyrsta SMS-færslan :) .

Þeir sem vilja fylgjast með mér senda inn færslur með gemsanum geta það á http://orvar.blogg.is//tilraunir. Kannski ég labbi út á horn á eftir og sendi inn eina færslu þaðan ;)

http://www.annall.is/orvar/tilraunir