31. ágúst 2003

SkothylkiðÍ morgun stökk ég bókstaflega á fætur. Hafði hugsað mér að taka því rólega, kannski lesa aðeins og hlusta á útvarpið … En þegar ég kveikti á náttborðslampanum þá heyrðist hvellur, eldglæringar stóðu út úr skerminum og peran skaust út á gólf. Og ég stökk á fætur og gargaði (karlmannlegt öskur nb.).

Hef tekið því rólega síðan. Eina sem ég hef gert af viti það sem af er deginum er að eyða út prufuummælum sem hann Vignir skildi eftir sig hér og þar á Annáli.is í nótt áður en hann skrifaði heila ritgerð sem ummæli við færslu hjá Þorkatli.

Ps. Vignir, ef þú skyldir lesa þetta, má ekki bjóða þér blogg á Blogg.is? ;)

Djí fæf á morgun

29. ágúst 2003

dj fæfHver af þessum setningum stingur nú í stúf?

  • Heimsins hraðvirkasta og öflugasta einkatölva
  • 1GHz örgjörvabrautir
  • Fyrsta 64 bita einkatölvan
  • Allt að 8GB 128 bita SDRAM minni
  • 56k innbyggt mótald
  • USB 2.0 tengi
  • FireWire 400 og 800 tengi
  • LJósleiðara-hljóðtengi S/PDIF

Evrópufrumsýning á morgun. Ætli ég fái að prófa mótaldið?

http://apple.com/G5

29. ágúst 2003

Konan mín hefur verið sambandslaus við netið síðustu daga. Einhver auli í stúdentagörðunum setti líklega upp dhcp-þjón á tölvunni sinni og nú nær enginn annar í blokkinni sambandi við Netið. En Reiknistofnun Björgvinjarháskóla er eitthvað lélegri en R.H.Í. því það er ekki enn búið að koma þessu í lag. Svo þegar ég prófaði að hringja í hana í dag þá heyrðust einhverjar hrikalegar drunur á bakgrunninum og hún sagðist ekki getað talað vegna þess að það væri þrumuveður (maður á víst ekki að tala í síma þegar það er hætta á eldingum).

Ég var að fá tölvupóst frá jólasveininum (fatherchristmas@ntlworld.com):

Hello and thank you for writing to me.

As Christmas comes closer I love reading all the letters I receive from boys and girls all over the world. I am still very busy at the moment getting everything ready for this christmas in my workshop and looking after all my reindeer so they are ready for Christmas Eve. Remember make sure your good this Christmas because I've got a list of who is naughty and nice and I'll be checking it twice.

Have yourself a very merry Christmas.
Lots of love,

Santa. (Ho Ho Ho!

Verst er að ég var ekki að skrifa jólasveininum heldur hefur hann fengið póst með Sobig-vírusnum sendan í mínu nafni. Nú er hann vís til að strika mig út af listanum sínum :(

Að skjóta húsdýr

20. ágúst 2003

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðamannaþjónustunnar líkir hvalveiðunum við það að skjóta húsdýr í Fréttablaðinu í dag (bls. 4):

Hvalirnir eru orðnir gæfir og vanir að láta horfa á sig. Það hefur ekki góð áhrif ef á að fara að skjóta þessi húsdýr sem við höfum komið okkur upp í Faxaflóa og á Skjálfandi.

Er ekki sé rétt að veiða hvalina þar sem þeir séu farnir að treysta mönnum og skipum? Hvað þá með öll hin dýrin sem bannað er að veiða hluta ársins og innan ákveðinna svæða - er þeim ekki einnig hætt við að fara að treysta mönnunum (sumir gefa þeim meira að segja brauð). Er bara rétt að veiða dýr sem hræðast menn.

Ég næ ekki hvað hún er að fara með húsdýrasamlíkingunni. Nú hafa íslendingar alla tíð drepið og étið húsdýrin - það er ein meginástæðan fyrir dýrahaldinu (að auki mjólkur-, ullar- og skinnafurða). Flest húsdýr enda jú í mögum manna.

Undarlegur útvarpssmekkur?

19. ágúst 2003

Ég hlusta alla jafna bara á tvær útvarpsstöðvar, þær eru Útvarp Saga og BBC World Service. Í dag (kl. 7 skv. Dr. Gunna) er endanlega út um að endurvarp BBC fái að halda áfram þegar Skonrokk hefur útsendingar á tíðninni 90,9. Og seinustu vikur hefur Útvarp Saga róið lífróður en virðist hafa fengið nýtt líf þegar starfsmenn þess tóku við rekstrinum. Báðir þessir kostir hafa verið í boði Norðurljósa en ekki verið nógu hagkvæmir til að réttlæta áframhaldandi rekstur fyrir þeim.

Ég spyr mig hvort „útvarpssmekkur" minn sé svona undarlegur? Hann virðist allavega ekki vera arðvænlegur hvað Norðurljós varðar. Vonandi græða þeir smá á að spila gamalt rokk og hefja endurvarp BBC á ný ;)

Eitt er þó snallt við þetta ráðslag - þ.e. að Skonrokk taki yfir tíðnina sem BBC hefur verið á. Tíðnin er örugglega nú þegar stillt inn á mörgum útvarpstækjum og ansi margir byrja líklega að hlusta fyrir slysni.

Ps. Enn má þó hlusta á BBC World Service á netinu - það bara hentar ekki alltaf enda bara tölva í öðru hvoru herbergi.

Hamborgaraveiðar

18. ágúst 2003

Í sárabætur handa öllum þeim sem finnst leitt að hafa ekki fengið að sjá myndir af hrefnunni sem veidd var í dag þá ákváð ég að birta hér eina mynd af hamborgaraveiðimanni fanga bráð sína.

Lesa restina af færslunni »

Rondeivú fyrir okkur hin

9. ágúst 2003

Manni væri fyrirgefið að halda að Rendezvous væri uppfinning Apple (sjá þó þetta) en í raun er um að ræða staðal sem kallast Zeroconf (nettengingar án stillinga).

Nýverið rakst ég á útfærslu á þessum staðli fyrir Windows og Linux sem heitir Howl og er frá fyrirtækinu Swampwolf (apaleiðbeiningar). Frumprófanir í Windows lofa góðu þó aðeins sé um að ræða útg. 0,6 og þróun standi enn yfir.