Blogg.is

23. september 2003

Á dögum sem þessum þegar stór hluti landsmanna (allavega sá sem tengist í gegnum RHnet) er sambandslaus við umheiminn (í 5 klst.) þá ættu menn að hugleiða kosti þess að hýsa bloggið sitt á Íslandi og nota innlendar bloggþjónustur. Má ég mæla með blogg.is ;)

http://blogg.is

23. september 2003

Mbl.is hefur verið að taka myndir af öðrum vefjum og nota á sínum í leyfisleysi (fengið frá Fréttum.com) - maður hefði nú haldið að þeir byggju yfir ágætis myndasafni.

Fjöltengi

21. september 2003

Mikið þykir mér leiðinlegt þegar fyrirtæki í hugmyndaleysi sínu taka eitthvað almennt orð og nota sem fyrirtækis- eða vöruheiti. Nýjasta dæmið er Fjöltengi Orkuveitu Reykjavíkur, og þar á undan var það líklega Talfrelsið hjá Tali (sem nú er orðið að Og Vodafone - annað dæmi um hugmyndaskort) sem svo varð auðvitað að Málfrelsi.

Dæmi eru um að svona lagað hafi verið til þess að almenna orðið glatist - ss. orðið kaupþing sem haft var um þá starfsemi sem fram fer í kauphöllum. Halda fyrirtækin að þau græði eitthvað á þessum tengingum við almenn hugtök?

20. september 2003

Jæja, enn einni vökunótt sitjandi við tölvuna að forrita lokið - þarf að fara að koma mér í bælið. Krakkarnir vekja mig ekki fyrr en eftir fjóra tíma ef ég er heppinn. Bloggarar á Blogg.is fá nýjan fídus í um helgina (eða í byrjun næstu viku í seinasta lagi ;) .

„Umferðaljós Reykjavíkurborgar eru öll tímastillt og flest þeirra eru samhæfð til að auðvelda umferðaflæðið. Á [þessu korti] má sjá þann viðmiðunarhraða sem æskilegt er að ekið sé á til að þurfa sem sjaldnast að stoppa á rauðu ljósi." Bendið pizzusendlinum ykkar á þetta.

3. september 2003

Komst að því að gemsinn minn er ekki idiot proof í morgun. Þegar síminn er stilltur á "silent" þá þýðir lítið að treysta á vekjaraklukkuna í honum ;)