Merki félags tungutækninema

19. október 2003

Verið er að huga að félagi tungutækninema. Félagið hefur ekki hlotið nafn enn svo ég viti til (tillögur?) en Björn Kristinsson hefur komið með mjög skemmtilega tillögu að merki þess.

Merki tungutækninema?

Kul í helvíti

18. október 2003

Makkamenn voru bara dálítið fyndnir í gær þegar þegar þeir tilkynntu útgáfu af iTunes fyrir Windows.

Hell froze over. Introducing iTunes for Windows. The best Windows app ever.

Já, það er vissulega af sem áður var.

Lesa restina af færslunni »

14. október 2003

Áðan var ég að klára að „klippa í sundur" útlit sem ég hafði hannað fyrir nýjan vef og breyta því í html. Átti meðal annars eftir að taka litla íkonavalmynd í hausnum og skipta henni niður í nokkrar minni myndir og staðsetja þær og tengja. Mundi þá eftir gömlu image-map aðferðinni (map og area mörkin sem komu líklega fyrst fram í html útg. 2) og hugsaði með mér að það hefði verið léttara að leysa þetta þannig. Þar sem ég hef ekki notað image-map síðan circa 1995 þá hélt ég að örugglega væri búið að úrelda þessi mörk en viti menn þau er enn til og eru almennt studd af vöfrum (html og xhtml).

Fídus dagsins (þeir koma svo títt þessa dagana) er sá möguleiki að læsa fyrir frekari ummæli við færslur eftir að ákveðinn tilgreindur tími hefur liðið síðan síðustu ummæli voru skrifuð. Það hefur lengi verið hægt að setja þessa læsingu á handvirkt (þá við hverja færslu) en enginn virtist hafa vera að nýta sér þann kost - ekki einu sinni ég.

Lesa restina af færslunni »

Af tölvupósti

11. október 2003

Áhugavert viðtal við Óskar Magnússon forstjóra Og Vodafone í Fréttablaðinu í dag (bls. 12). Hér er tvær glefsur sem mér þótti meðal annars athygliverðar:

… mér virðist í sumum tilvikum tölvupóstsending flótti frá því að horfast í augu við viðmælanda sinn. Tölvupóstur er auðveld leið til að setja fram sín sjónarmið og þurfa ekki að hlusta á það sem aðrir hafa að segja …

Svo var nú lengi plagsíður að menn litu á þennan samskiptamáta sem óæðri form bréfaskrifta, notuðu til dæmis ekki hástafi, punkta eða kommur … þetta var oft nánast með öllu óskiljanlegt.

Viðtalið kemur í framhaldi af grein á vef ATV sem spyr hvort tölvupóstur spari eða eyði tíma starfsmanna fyrirtækja.

11. október 2003

Ein enn vökunóttin þar sem setið er við forritun. Eins og ég hef oft sagt áður þá er ég orðinn of gamall fyrir þetta. En þetta er bara svo gaman :> Sérstaklega þegar afraksturinn er svona sætt dagatal eins og þetta hér.

Lesa restina af færslunni »

Heimurinn í þrívídd

10. október 2003

Fyrir nokkrum árum rak ég ásamt tveimur félögum fyrirtækið Onus sf. Við bjuggum til þrívíðar tölvuteikningar, aðallega fyrir verkfræði- og arkitektastofur. En ýmislegt annað áhugavert kom inn á borð til okkar. Okkar helsta tól var 3D Studio MAX frá AutoDesk (held við höfum verið fyrsta íslenska fyrirtækið til að kaupa það forrit og nota löglega). Óteljandi klukkustundir fóru í að teikna hina ýmsu hluti með víragrindum og bíða svo eftir að tölvurnar „framkölluðu“ útkomuna.

Lesa restina af færslunni »

10. október 2003

Það læðist að mér sá grunur að táknið í merki Stöðvar 3 sé ekki tölustafurinn þrír heldur bókstafurinn E speglaður. Hann stæði þá fyrir „endursýning".

Ekki gleyma að senda inn tilnefningar vegna Íslensku vefverðlauna Vefsýnar og ÍMARKs 2003.

Upptekinn

9. október 2003

Varúð - þetta er týpísk „afsakið hvað ég blogga lítið"-færsla sem engum góðum bloggara sæmir. Ég hef verið önnum kafinn undanfarið og þá situr bloggið á hakanum. Upphaf vikunnar fór í nýja fídusa í bloggkerfinu og kvörtun til Samkeppnisstofnunar (meira um það seinna) og enn bíða hönnun og uppsetning þriggja vefja og tvö kerfi sem ég á eftir að forrita (allt ágætlega stór verkefni). Svo bætir ekki úr skák að konan mín er hjá okkur í tveggja vikna heimsókn :>

Svo keypti ég mér ágætis doðrant í dag - „1421 The Year China Discovered the World" eftir Gavin Menzies. Sé fram á að geta lesið hann milli jóla og nýárs.

1. október 2003

Frétt á mbl.is frá 23/9 sem virðist hafa farið fram hjá mér á mínum daglega rúnt um þann vef (fann ábengu á Fréttum.com). Fréttin er um það að Samkeppnisráð hefur bannað fyrirtækjum að nota lénanöfn sem þau er of lík öðrum lénanöfnum sem voru komin í notkun áður (sjá ákvarðanir Samkeppnisráðs árið 2003).