29. nóvember 2003

Fréttablaðið í dag (bls. 39): „[K]ryddstúlkan Mel B [á] í ástarsambandi við unga konu…. Þær stöllur eru báðar 28 ára gamlar …". Afhverju er sérstaklega tekið fram að konan sé ung og við hvern er þá miðað?

Ps. Afhverju er ég að lesa svona aumar uppfyllingarfréttir og pæla í orðalagi þeirra?

21. nóvember 2003

„Presenting the new 20-inch iMac" - :p slef

Frá Finnlandi með hraði

21. nóvember 2003

Ég verð að nefna góða þjónustu hjá millisafnalánadeild Þjóðarbókhlöðunnar hér. Pantaði klukkan hálf tvö í nótt grein sem mig bráðvantaði. Var hálft í hvoru að hugsa um að bíða með að panta hana þar til í dag - og efaðist í rauninni að ég myndi fá greinina fyrir jól.

Ég varð því steinhissa þegar ég fékk tilkynningu um að greinin væri komin kl. 12.01 í dag. Grunaði hálfpartinn að um einhvern misskilning væri að ræða eða þá að greinin hafi verið til á safninu (ég athugaði það þó áður en ég pantaði hana). En nei, greinin var fengin frá Finnlandi í morgun (líklega föxuð).

Ps. Greinin er um ræðir: The use of an Association Measure Based on Character Structure to Identify Semantically Related Pairs of Words and Document Titles. George W. Adamson og Jillian Boreham. Information Storage and Retrieval, vol. 10 (1974).

Svokallað frétt

12. nóvember 2003

Mbl.is birti í dag frétt (lesist auglýsingu) um endurbættan vef Hafrannsóknarstofnunarinnar (afhverju ákv. gr.?). Moggamönnum þykir þessu vefur greinilega eitthvað merkilegri en aðrir sem þeir hafa auglýst því þetta birtist undir „innlent“ efni í stað flokksins „tölvur og tækni“.

Lesa restina af færslunni »

Enterprise, Fedora eða …

11. nóvember 2003

Mér þykir Red Hat vera að klúðra málunum. Fékk þetta frá þeim áðan, það fyrsta síðan þeir tilkynntu endalok Red Hat Linux:

Dear RED HAT LINUX 7.x, 8.0, and 9 users,

With three versions of Red Hat Enterprise Linux and the new Fedora Project now available, Red Hat offers a variety of options to meet your needs.

Lesa restina af færslunni »

Pardusdýrið og týnda letrið

10. nóvember 2003

Sumir makkaeigendur sem eru búnir að uppfæra OS X stýrikerfið sitt í nýju Panther útgáfuna eru að reka sig á að ýmsar vefsíður líta öðruvísi út. Það er að segja þeir sem nota nýja fína Safari vafran og hafa valið að sleppa að setja inn gamla Internet Explorer. Hvað er öðruvísi? Jú, ef enginn Microsoft hugbúnaður hefur verið settur inn á tölvuna (svo sem Office eða Messenger) þá vantar Arial, Verdana, Trebucket MS og Georgia leturgerðirnar. Þannig að eina sem Safari hefur að spila úr er annaðhvort Helvetica eða Times.

Lesa restina af færslunni »

Mynd: vinnuaðstaðan

4. nóvember 2003


Hér sit ég oftast og tölvast.

Ps. reyndar er ég með annað borð frammi á gangi þar sem tveir tölvugarmar sitja (og ég stundum hjá þeim). Það borð er þakið pappírum, möppum og tölvubókum. Vildi bara nefna það því þetta steríla vinnumhverfi á myndinni gefur ekki alveg rétta mynd af mér ;)

Tveir sentimetrar af snjó þekja allt út og manni er hundkalt. Það er því ekki skrítið að heimasíðan fyrir mastersnám í tölvunarfræði við háskólann í Manóa á Hawai sé opin í vafranum hjá manni. Ég man ekki einu sinni hvernig ég endaði þar.

Ps. man núna hvernig ég komst þangað: Warren Togami sem áður stjórnaði Fedora verkefninu er við nám þar. Fedora er nú orðið að ókeypis útgáfu Red Hat Linux stýrikerfisins.