LOTR: TROTR

2. janúar 2004

Ég sá þriðja hluta LOTR í dag. Ætla að eyða sem fæstum orðum í að fjalla um hann - bendi þess í stað á ágæta umsögn á Raskat. Þeim sem eiga eftir að sjá þessa kvikmynd er hollast að reyna að minnka væntingar sínar áður en þeir setjast inn í bíósal að berja hana augum. Ekki standa svo upp þegar þið haldið að myndin sé loksins búin, og ekki heldur næstu þrjú skipti, það er óþarfa viðbót í hvert sinn.

Ps. Voru þetta sömu draugarnir og í Ghostbusters. Sami græni geislavirki liturinn allavega.Ein ummæli við „LOTR: TROTR“

  1. Árni Svanur ritaði:

    :-)